Sérfræðingar sem hafa spáð í þessi mál segja að það sé mjög erfitt að átta sig á þssum mönnum í upphafi. Af hverju skyldi það nú vera? Það er af því að sykkópatar/psykópatar eða fólk með geðvillu (Fólki kemur ekki alveg saman um hvaða íslenska orð er best að nota, sálfræðingur ráðlagði okkur að nota sykkópati svo við gerum það í þessari grein) þeir hafa mikla félagslega færni, eru oft heillandi, skemmtilegir og spennandi. Beittasta vopn sykkópatans er að blekkja fórnarlömbin með því að vinna samúð þeirra. Á þann hátt tekst þeim yfirleitt að ná fram því sem þeir ætla sér.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ykkur til varnar áður en skaðinn er skeður.

1

Hann helst ekki í ástarsamböndum

Það er algengt að manneskjur sem hafa þessa geðvillu geti ekki átt í nánum ástarsamböndum til lengri tíma. Oft eiga þeir mörg stutt brotin ástarsambönd að baki en passa oftast að láta fólk vita af því að þeir séu nú bara svona óheppnir og velji sér alltaf vitlausa makann.

2

Hann vil strax verða náinn 

Þið ættuð að vara ykkur á mönnum sem vilja vaða inn á ykkur um leið og þið kynnist og tekur því mjög illa að þið viljið að þeir virði landamæri ykkar.

3

Hann segir stórbrotnar sögur af sjálfum sér 

Þegar þið farið að athuga sögurnar sem hann segir ykkur og það stendur ekki steinn yfir steini ættuð þið að forða ykkur.  Hann gæti t.d. sagt ykkur að hann sé mjög sleipur og fær í alls konar fjárfestingum og þið ættuð endilega að leggja í púkkið með honum. Þegar svo er farið að athuga málið er þetta tómur uppspuni. Hann hefur hvergi lánstraust.

4

Hann telur að allir skuldi sér og þess vegna……….

Hann gefur aldrei neinum neitt. Sykkópatar telja oft að tilveran sé á móti þeim og þess vegna verði þeir að krækja sé í það sem þeir geta. Þeir eiga enga samúð og finna ekki til sektar

5

Hann er ekki notalegur við þá sem hann getur ekki fengið neitt frá

Takið eftir hvernig hann kemur fram við dýr, fatlaða og aðra sem eru varnarlausir, helst þegar hann heldur að enginn sjái til. Ef þið viljið kynnast innri manni einhvers skulið þið fylgjast með hvernig hann kemur fram við þá sem hann á ekki von á að fá nokkuð frá sjálfur.  Sykkópötum finnst ókunnugt fólk vera hreinlega fyrir sér en þeir hinsvegar passa sig að koma mjög vel fyrir, fyrir framan þá sem þeir vilja heilla.

 

Hann kann á alla  töfrana 

Finnst ykkur hann of töfrandi? Finnst ykkur hann heldur mjúkmáll þegar hann ætlar sér að ná sínu fram? Sykkópatar nota töfra og blíðmælgi til að ná stjórn og til að fela hið sanna eðli sitt. Þessi framkoma, sem einkennist af blíðmælgi og hræsni felur það að þarna er engin sönn væntumþykja til staðar. Það er oft einkenni þeirra að þeir brosa þegar það á ekki við. Ef þú skoðar heillandi menn eins og Ted Bundy, sem er raðmorðingi og kemur mjög vel fyrir, var vel liðinn af samstarfsfélögum tekur þú eftir þessu. Það gæti vel verið að þegar þú lest um fólkið sem brosir þegar það talar og það á ekki við að þér detti einhver manneskja í hug, þú þarft þó að vera með allnokkur einkenni til að geta flokkast undir sykkópata.

Látið ekki slá ryki í augun á ykkur. Þessi náungi gæti alveg þurrkað blíðlega af þér tárin ef svo ber undir en gæti þá alveg verið að skipuleggja hvenær hann telur sig geta náð á ykkur heljartaki. Maðurinn á næsta borði, sem kann mannasiði og beitir þeim, kærir sig ef til vill ekki um að leggja tilfinningar sínar á borðið eins og sykkópatinn hikar ekki við að gera. En látið ekki blekkja ykkur!

7

Hann telur að reglur eigi bara alls ekki við sig  

Sykkópatar lifa eftir „ánægjureglunni“. Ef þeim finnst eitthvað gott og fínt og þeir halda að ekki komist upp um þá halda þeir áfram við sína iðju. Þeir lifa eftir reglunni að hrifsa til sín það sem þeir geta – annars myndi bara einhver annar ná því.

8

Hann telur kynlífið afrek sitt 

Hvort sem hann er góður bólfélagi eða ekki og ykkur finnst að hann sé frekar að vinna einhvern sigur en njóta nærveru ykkar ættuð þið heldur betur að fara að hugsa ykkur um.

9

Hann hefur alltaf á réttu að standa

Sykkópatar verða öskuillir ef ýjað er að því að þeir hafi ef til vill rangt fyrir sér og þeir viti bara ekki allt.

10

Hann veit hvað hann á að segja, en kannski ekki alltaf hvenær.

Hann er heillandi og það er mjög líklegt, þegar þú byrjar að tala við mann sem haldinn er þessari persónuleikaröskun, að hann tali fallega um sjálfan sig og jafnvel opni sig mjög fljótt um miklu tilfinningarnar sem hann ber til þín. Hann veit nákvæmlega hvað hann á að segja og segir þér líklega að hann hafi aldrei kynnst svona tilfinningu áður og að þú sért sérstök. Ekki láta blekkjast, þetta hafa margar aðrar stúlkur fengið að heyra. Málið er að þessir menn sækjast oftast í konur sem eru frekar brotnar á einhvern hátt fyrir og með lága sjálfsmynd og sjá ekki í gegnum þetta. Þeir elska samt áskorun. Það eru aðallega konur sem lent hafa í svona mönnum áður sem átta sig á því að eitthvað gæti verið furðulegt þegar þeir byrja að opna sig um sterkar tilfinningar mjög snemma.

 

Munum bara að sykkópatar hafa ekkert sérstakt útlit, þú sérð það ekkert utan á mönnum. Oft eru þetta myndarlegir menn sem koma mjög vel fyrir, það er lang oftast tilfellið að þeir eru heillandi og hafa háa greindarvísitölu. Þeir hinsvegar ljúga oftast mikið og það er líklega það sem oftast kemur slæmi orði á þessa menn. Það er nefninlega oft erfitt að muna hverju þú laugst síðast! Það er svo miklu auðveldara að segja sannleikann.

SHARE