Sykurmassi – Uppskrift

Það er ótrúlega gaman að vinna með sykurmassa þegar maður er að skreyta kökur. Margir halda að það sér erfitt að búa hann til en svo er alls ekki.

Við fundum þessa uppskrift á mommur.is og ætlum að deila henni með ykkur. Uppskrift (dugar til að hylja 28 cm köku):

 Uppskrift

175 g (1 poki) Haribo sykurpúðar
475  g Dan Sukker flórsykur (aðeins meira ef þið litið massann)
2-2,5  msk vatn
50 gr palmínfeiti eða kókósolía
Matarlitur

Smyrjið áhöld og skál vel með palmínfeiti. Setjið vatn og sykurpúða í glerskál bræðið í örbylgjuofni í ca. 2 1/2 mín, hrærið í reglulega. Ef ætlunin er að lita massann er best að setja matarlitinn með vatninu.  Hrærið í blöndunni á 30 sek fresti.  Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er flórsykri bætt út í blönduna og svo er þetta hnoðað vel saman.

Hér er svo frábært myndband sem gott er að fylgja.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here