Syrgjandi faðir syngur fyrir nýfætt barn sitt

Sá sári harmleikur átti sér stað í Kalíforníu, Bandaríkjunum, á dögunum að nýbakaður faðir missti bæði konu sína og nýfætt barn þeirra þegar fæðingin fór of snemma af stað.

502199-7933f14e-6b49-11e4-b185-fd998d90ddfaTónlistarmaðurinn Chris og kona hans Ashley Picco voru hamingjusamlega spennt yfir því að eiga von á fyrsta barninu; litlum strák sem þau höfðu fyrirfram ákveðið að kalla Lennon.
Á 24 viku komu upp erfiðleikar á meðgöngunni sem höfðu þær afdrifaríku afleiðingar í för með sér að Ashley lifði ekki fæðinguna af.

Líkurnar á því að Lennon litli myndi lifa voru strax sagðar litlar. Faðirinn Chris áttaði sig á að tíminn sem hann hafði með syninum var dýrmætur. Gagntekinn af sorg brá hann á það ráð að setjast við hlið súrefniskassans með gítar og syngja fyrir barnið sitt.

Samkvæmt vinum parsins hafði faðirinn oft spilað fyrir barnið á meðan það lá í móðurkviði og að hreyfingarnar í bumbunni gáfu það til kynna að barnið virtist njóta tónlistarinnar. Eitt af lögunum sem Chris átti til að spila var lagið „Blackbird“ með Bítlunum en það er lagið sem heyrist í myndbandinu.

Sólarhring síðar tilkynnti Chris að litli sonurinn hafði kvatt þennan heim. „Ég er svo heppinn og þakklátur yfir að hafa fengið að elska hann áður en hann varð til, að passa upp á hann á meðan að móðir hans gekk með hann, horfa á hann augliti til auglitis og að halda á fullkomnum litlum líkama hans á meðan að við kvöddumst að sinni.“

Screen Shot 2014-11-14 at 15.50.31

Fjölskylda og vinir hafa nú sett á laggirnar söfnun til að styðja við Chris fjárhagslega á þessum erfiðu tímamótum í lífinu hans.

Heimild: SheKnows

SHARE