Systkini hittast eftir 37 ár – „Þetta er bróðir minn!“

Cindy Murray og Robert Williamson eiga sama pabbann en misstu sambandið hvort við annað fyrir um 37 árum. Það gerðist þegar mæður þeirra fluttu og 32 km skildu systkinin að. Þá vara Robert 6 ára og og Cindy 14 ára.

Cindy sem í dag er 51 árs hefu leitað að bróður sínum árum saman en hann er eina systkini hennar. Margir hafa geta fundið fólk sem það leitar að á internetinu eða á Facebook en það virkaði ekki fyrir Cindy. Hún segir: „Ég reyndi að finna hann á Facebook en það eru milljón með nafninu Robert Williamson á Facebook og ég hafði ekki hugmynd um hvernig hann liti út í dag.“

Það endaði með því að Cindy hringdi í föður þeirra, sem hún hafði ekki talað við áratugum saman. Þá kom í ljós að þau voru bæði í hernum og þau höfðu meira að segja á ákveðnum tímapunkti verið að vinna á svipuðum slóðum. Cindy talaði við sinn yfirmann í hernum og á 15 mínútum var búið að hringja í Robert.

Screen shot 2013-09-29 at 14.41.14

Tveimur mánuðum síðar hittust systkinin aftur. Cindy hrópaði upp yfir sig þegar hún hitti hann: „Þetta er bróðir minn“, þau heilsuðust að hermannasið og féllust svo í faðma.

SHARE