Það hefur gengið illa hjá Justin Bieber (24) og Selena Gomez (25) að undanförnu og hafa þau ákveðið að taka sér smá tíma í sundur. Hvort þau muni hætta alveg saman er ekki orðið ljóst ennþá.

Heimildarmaður E! News sagði: „Þau hafa staðið í ágreiningi að undanförnu og eftir eitt stórt rifrildi ákváðu þau að setja samband þeirra á ís. Þau segja samt að þau séu alltaf í samskiptum og hafi enn tilfinningar til hvors annars.“

Annar heimildarmaður sagði: „Þau hafa bæði talað um að þetta hafi allt verið yfirþyrmandi eftir að þau hófu sambandið aftur og þau séu ekki sammála um hitt og þetta.“

Að auki hefur Selena verið að reyna að bæta samband sitt við mömmu sína, Mandy Teefey (41), sem var ekki hrifin af því að Selena og Justin tækju saman á ný.

SHARE