Jennifer Aniston (49) og Justin Theroux (46) eru að ganga í gegnum skilnað eins og heimurinn veit. Skilnaðurinn er samt alls ekki einfaldur þó engin börn séu í spilunum. Þau eiga nefnilega 4 hunda saman.

Sjá einnig: Jennifer Aniston hitti börn Brad Pitt

Heimildarmaður RadarOnline segir:

Forræðið yfir hundunum þeirra hefur haft svakalega slæm áhrif á ferlið allt í gegnum skilnaðinn.

 

Það hafa verið sögur í gangi um þau hafi ákveðið að skilja því Justin hafi verið að halda framhjá og einnig vegna þess að hann vildi eignast börn.

Jennifer var sár af því hún heyrði af því að Justin væri að kenna henni um að þau ættu ekki fjölskyldu saman.

Jennifer elskar hundana og vill ekki vera án þeirra, að sögn heimildarmannsins. Annar heimildarmaður heldur því fram að Justin sé bara að halda í hundana til að hafa eitthvað tromp á móti Jennifer.

Sjá einnig: Var alltaf hrædd um að Brad færi aftur til Jennifer Aniston

SHARE