Var alltaf hrædd um að Brad færi aftur til Jennifer Aniston

Þó að Brad Pitt (53) hafi farið frá Jennifer Aniston (48) fyrir Angelina Jolie (41) árið 2005, þýðir það ekki að Angelina hafi ekki haft áhyggjur af því að eiginmaður hennar myndi fara að hafa samband við Jennifer aftur.

Sjá einnig: Kæmi Brad ekki á óvart ef Angelina byrjaði með Jared Leto

 

Rannsóknarblaðamaðurinn Ian Halperin sagði í viðtali við Star: “Ég trúi því að Angie hafi aldrei hætt að vera hrædd um að Brad og Jen væru í leynilegu sambandi og ættu eftir að kynda upp í gömlum glæðum. Angie er frekar afbrýðisöm og óörugg. Hún vildi að Brad sliti öllu sambandi við Jen og það var alveg sama hvað Brad sagði, hún var alltaf með áhyggjur af þessu.”

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Brad hefur sett sig í samband við Jen upp á síðkastið og Ian segir: “Það pirrar Angelina að vita að Brad sé kannski að hugsa um Jen og halda sambandi við hana.”

 

 

SHARE