Taktu stjórnina og vertu ofaná

Hvort sem það er í vinnunni eða innan veggja svefnherbergins þá finnst okkur flestum gaman að taka stjórnina í okkar hendur og gera eitthvað öðruvísi og djarft. Oftar en ekki er það líka nauðsynlegt að lífga upp á tilveruna með tilbreytileika og stundum þarf að breyta neinu nema smáatriðunum til þess að finnast maður vera að gera eitthvað nýtt.

Þess vegna er um að gera að taka stjórnina og breyta hinni  klassísku „konan ofaná“ stellingu lítillega. Þú færð kikk út úr því og makinn þinn á ekki eftir að gleyma þessu.

 

Sú rómantíska

Ef þú vilt njóta ásta er þessi stelling fullkomin. Láttu makann leggjast flatan niður og leggstu ofan á hann. Ekki beygja hnén og leggstu alveg niður ef þú getur.

Hallaðu þér fram

Snípurinn er ekki skilinn útundan í þessari stellingu. Komdu þér vel fyrir klofvega ofaná makanum og hallaðu þér vel fram. Hreyfðu ekkert nema mjaðmirnar. Færðu þær upp og niður og í hringi.

Stóllinn

Láttu maka þinn sitja á stól eða flötum fleti. Snúðu að honum og sestu ofan á hann. Beygðu hnén eins og þú sért að taka hnébeygjur og færðu þig þannig upp og niður. Þessi stelling er fullkomin fyrir þær sem vilja taka völdin í sínar hendur.

Kúrekastelpan

Þessi stelling er með þeim klassískustu. Fáðu makann til að leggjast útaf og tylltu þér klofvega ofaná hann. Vertu bein í baki og njóttu þess að hreyfa þig fram og til baka eða upp og niður.

Öfug kúrekastelpa

Samkvæmt Cosmo er þetta ein af bestu kynlífsstellingunum. Hún virkar nánast eins og hin klassíska kúrekastelpa nema að þú snýrð baki í maka þinn. S.s. láttu hann leggjast útaf, snúðu baki í hann og komdu þér fyrir ofan á honum.

Heimildir: Cosmopolitan

SHARE