„SOS“ símtal – Tapas barinn veisluþjónustan

Fyrir nokkru síðan prufaði ég veisluþjónustu Tapas barsins við frábærar undirtektir gesta og þá sérstaklega þeirra erlendu sem sátu til borðs.  Langar að deila með ykkur hversu dásamlega færir þeir Carlos og Bento eru.  Í mínu tilfelli þá var von á 12 hraustum karlmönnum í mat og hugmyndaflugið mitt náði ekki lengra en í símann og hringja á Tapas og útskýrði að þetta væri „SOS“ símtal.  Ég viðurkenni fúslega að þegar að kemur að halda veislu er ég ekki alveg sú besta í hugmyndarflugi hvað skal bera fram.

Það sem ég bar fram þennan var t.d Tapas snittur með djúpsteiktum humar og alioli, Tapas með andarbringu, Tapas með nautacarpaccio og balsamic.  Og það sem vakti mikla lukku hjá erlendum gestum voru litlu hamborgararnir „Bocadillo hamburguesa“ og sló rækilega í gegn.

hamborgara face

Nautalund með Pesto.  Kjötbollu með romesco og manchego ost.  Hrefnu tataki með sesam-chilisósu. Andabringa með Malt og Appelsín sósu.  Mér finnst hamborgarnir vera alger snilld og hittir beint í mark hjá gestum.

 

Ekki má gleyma Tapas á spjótum í veisluþjónustunni og eru algert lostæti.

spjotum

Ég pantaði líka Tapas í boxi og lambið í lakkrís er AMAZING.  Þessi veislumatur hentaði vel hérna heima hjá mér þar sem sumir vildi ekki stiga einu skrefi frá veisluborðinu og því frábær kostur ef þú ert með „standandi veislu“

box face

 

Maturinn var hreint út sagt frábær og vegna anna þá náði ég ekki að vera með myndavél (símann nú til dags) á lofti svo að ég vona að Bento og félagar á Tapas barnum ljái mér það ekki að fá lánaðar myndir frá þeim.  En þetta er eina myndin sem ég tók af umræddum degi!

1044577_10200928823197048_1953480232_n

Ég mæli svo sannarlega með veisluþjónustu Tapas barsins við öll tækifæri.

 

 

SHARE