Tapas – Uppskrift

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tapas.

2 ½ desilíter olívuolía
5 bökunarkartöflur
½ laukur
3 hvítlauksgeirar
5 egg
Salt


Aðferð fyrir Tapas:

Skrælið kartöflurnar og skerið í sneiðar, stráið salti yfir. Skerið laukinn í bita og hvítlaukinn í sneiðar. Hitið olíuna í potti og djúpsteikið kartöflurnar (farið varlega því saltið getur gert það að verkum að olían slettist mikið). Reynið að halda kartöflunum aðskildum því annars festast þær saman. Þær þurfa cirka 5 mínútur í pottinum.Bætið lauknum og hvítlauknum í pottinn og steikið með kartöflunum þangað til þær eru tilbúnar. Sigtið að lokum kartöflurnar í grófu sigti. Það má gjarnan væra cirka 3 matskeiðar af olíu eftir í pottinum.

Þeytið egg og salt í stórri skál. Bætið kartöflunum útí og látið eggjablönduna hylja kartöflurnar. Hellið svo kartöflunum ásamt eggjablöndunni aftur í pottinn og spælið, hristið pottinn reglulega. Hellið eggjakökunni á disk og leggið varlega aftur í pottinn (þannig að sú hlið sem var upp er nú niður). Látið kólna og skerið í mátulegar sneiðar

Stráið salt yfir og pressið örlítinn sítrónusafa á hverja sneið. Hægt er að bera þetta fram heitt eða við stofuhita. Spænsk eggjakaka er þykir hversdags tapas.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here