Ögrandi baðfatatíska fyrir þær sem þora (ekki)

Það er ekkert leyndarmál að ögrandi baðfatatíska tröllríður evrópskum tískuverslunum hvert sumar en TaTa geirvörtubikiníið sem er nýkomið á markað hlýtur þó að slá öll fyrri met. 

Frjálslyndisleg og afhjúpandi hönnunin sem er sjónhverfing í raun og sýnir konur sem þær séu berbrjósta, er skemmtilega lík herferð Scout Willis, sem hratt #freethenipple herferðinni af stað fyrir skömmu gegnum samskiptamiðla og það með skemmtilegum árangri.

 

article-2670847-1F201B3100000578-637_634x626

 

 

Þær Robyn Graves og Michelle Lytle standa að baki uppátækinu, en bikiníið nefnist TaTa Top og er fáanlegur í öllum hörundslitum en skreyttar með geirvörtu og eins og það sé ekki nóg; ákveðinn hluti söluverðs rennur óskiptur til rannsókna á brjóstakrabbameini.

Að sögn Robyn og Michelle hrundu þær framleiðslunni á markað í þeim tilgangi að “afkyngera” geirvörtuna, en afar viðkæmt þykir að konur sýni geirvörtur sínar á almannafæri og er þannig ekki langt síðan Facebook leyfði birtingu mynda af mæðrum að gefa ungabörnum brjóst. Á Instagram eru slíkar myndbirtingar enn bannaðar og er notendum umsvifalaust vísað út af samskiptamiðlinum sjáist glitta í brjóst kvenna á myndum. 

 

article-2670847-1F201F7B00000578-36_634x631

 

Mesti spenningurinn sem er fólginn í því að horfa á brjóst er sú mýta að þú sért að horfa á eitthvað forboðið, eitthvað sem eigi að vernda og fela. 

 

 

Tilvísun í vefsíðu TaTa Top

 

Þær stöllur segja tilgang framleiðslunnar vera þann að afhjúpa dulúðina sem er hjúpuð um lögun og tilvist konubrjósta og að þeim langi með þessu móti að berjast gegn tvöföldu siðgæði sem birtist gegnum fjölmiðla og samskiptamiðla á hverjum degi.

 

Við teljum að mikilvægasti tilgangur hönnunar okkar sé sá venja almenning við áhorfið sjálft. Ef fólk sér brjóst á reglulegum grundvelli, á hverjum degi og við hinar ýmsu aðstæður – hverjum ætti þá ekki að vera sama þó konur væru berbrjósta yfir höfuð? 

 

Það var Scout Willis sem reið eftirminnilega á vaðið í baráttunni fyrir vali kvenna til að sýna brjóst sín að vild og gekk um götur New York borgar, þar sem konur mega – lögum samkvæmt – ganga um berar að ofan og birti í kjölfarið röð ljósmynda af sér á Twitter undir merkinu #freethenipple. Hugmynd þeirra Robyn og Michelle byggir á baráttu Scout en engin formleg tengsl munu þó á milli.

 

article-2670847-1F201F6100000578-873_634x607

 

Toppurinn gefur til kynna að konan sé berbrjósta og orkar sjokkerandi í fyrstu en þegar nær er komið sést greinilega hvernig er í pottinn búið og það dregur úr sjokkinu og mildar áhorfið; vekur jafnvel upp gleði.

Scout, sem opnaði á umræðuna með svo eftirminnilegum hætti, lét seinna hafa eftir sér að tilgangur hennar bak við #freethenipple, þar sem hún birti berbrjósta myndir af sér á göngu í New York hefði verið sá að mótmæla því að konum sé hent út af Instagram fyrir að láta glitta í geirvörturnar; ekki einu sinni fyrir berbrjósta myndir, heldur jafnvel fyrir það eitt að vera í flegnum brjóstahöldurum og að sú staðreynd hlyti að vera niðurlægjandi fyrir allar konur.

Svo ég gekk um stræti New York borgar, berbrjósta og birti myndir af gjörningnum á Twitter, til að benda á það eitt að það sem er löglegt innan New York er ekki löglegt á Instagram. Tilgangur minn var sá að benda á að það er réttur hverrar konu að velja hvernig hún sýnir líkama sinn – og að hver kona hefur óskilyrtan rétt á að ákveða hvernig henni sjálfri líður, en ekki vegna þess að samfélagið muni dæma hana. Engin kona ætti nokkru sinni að líða eins og hún þurfi að skammast sín fyrir líkama sinn. 

 

 

 

SHARE