Taylor Swift er að senda fyrrverandi skilaboð

Það helsta sem er að frétta af Taylor Swift um þessar mundir eru nýlegar deilur á milli hennar og Kanye West, ásamt því að söngstirnið er víst að senda sínum fyrrverandi, Calvin Harris skilaboð.

Sjá einnig: Taylor Swift og Tom Hiddleston hætt saman

Heimildarmaður segir þó að þau hafi ekki enn talað saman í síma, en textaskilaboð séu að fara á milli þeirra, svo mikið sé víst. Svo virðist sem þau séu að gera upp gömul leiðindi, hvað varðar hver í raun samdi lagið This Is What You Came For. Ekki er þó vitað hvort þau séu að gera upp önnur ósætti, til dæmis þau er varða sambandslit þeirra, en þau geta þó átt einhver samskipti núna.

Kanye West hins vegar notaði tækifærið á meðan hann var að koma fram í Nashville, heimabæ Taylor og sönglaði fremur leiðinleg orð í garð hennar og reyndi hvað hann gat til að fá tónleikagesti til að taka undir með sér. Ekki ber á örðu en að Kanye hafi vissa unun af því að hafa Taylor Swift sem erkióvin sinn, en enn sem komið er, hefur hún ekki látið bilbug á sér finna.

SHARE