
Slúðursíðan Radaronline telur að Kim Kardashian sé mjög mikið breytt eftir þriggja mánaða frí sitt frá samfélagsmiðlum, eftir að hún var rænd í París. Samkvæmt lýtalæknum sem fengnir voru til að skoða myndir af skvísunni hefur hún líklega farið í lýtaaðgerð nýlega og látið setja fyllingar í kinnar sínar.
Þegar Kim kom til New York, þann 13. febrúar, með eiginmanni sínum, Kanye West, þótti hún vera þónokkuð breytt í útliti.
„Það sem mér finnst mest áberandi er breytingin á kinnbeinum hennar. Þessari breytingu væri náð með ígræðslu eða fyllingum,“ segir Michael Obeng lýtalæknir í Beverly Hills.
„Andliti hennar hefur greinilega verið breytt. Hún hefur farið í laser, fengið fyllingar og ígræðslur til að ná þessu útliti.“