Tengsl milli pillunnar og þunglyndis – Alvarleg staðreynd

Getnaðarvarnarpillan hefur löngum verið talin eitt það besta sem komið gat fyrir konur á þessari öld og margir eru jafnvel enn á þeirri skoðun. Jú það er gott að geta fengið sér eina pillu á dag til að geta stundað kynlíf án þess að þurfa að spá í þungun og sumar taka meira að segja pilluna án þess að taka viku pásu, til þess að þurfa ekki að hafa blæðingar.

Það eru samt neikvæðar aukaverkanir sem geta komið fram í staðinn sem ber að hafa í huga. Í nýlegri rannsókn kemur fram að það er sterk tenging á milli þess að taka pilluna (sem inniheldur etrogen og progestin) og finna fyrir þunglyndi. Niðurstöðurnar eru það sláandi að það er ekki hægt að horfa framhjá þeim, sérstaklega þegar verið er að setja unglinga á getnaðarvarnarpilluna.

Það hefur oft verið talað um að konur þyngist, verði pirraðar, aumar í brjóstum og fái jafnvel miklar bólur á pillunni. Það hefur ekki mikið verið minnst að geðheilsuna í þessu samhengi, fyrr en nú.

Í rannsókninni sem um ræðir voru ein milljón kvenna á aldrinum 15 – 34 ára rannsakaðar í 6 ár. Rannsóknirnar sýndu að konur sem voru á samsettu pillunni voru 23% líklegri til að vera settar á þunglyndislyf en þær sem voru ekki á pillunni. Það sem meira er, er að þær voru flestar settar á þunglyndislyfin á fyrstu 6 mánuðunum eftir að þær fóru á pilluna.

 

Rannsóknin sýndi líka að þær konur sem tóku synetíska útgáfu af progestron hormóninu voru 34% líklegri til að taka þunglyndislyf, en þær sem voru ekki á pillunni. Tengingin er talin vera vegna aukins magns progestrons í líkamanum.

Það sem er verst af þessu öllu tengist hinsvegar ungum stúlkum: Unglingsstúlkur sem taka getnaðarvarnarpilluna eru 80% líklegri til að fara að taka þunglyndislyf og stúlkur sem taka progestin pilluna eru 50% líklegri til að fara á þunglyndislyf, þegar þær voru bornar saman við stúlkur sem voru ekki á neinni pillu.

Sjá einnig: Konur gleðjist, getnaðarvarnarsprauta fyrir karlmenn í augsýn

Konur sem reykja, eru með háan blóðþrýsting eða eru í áhættuhóp um að fá brjóstakrabbamein hafa verið varaðar við því að taka pilluna því hún auki líkurnar á heilsufarsbrestum. Þessi nýja rannsókn ætti kannski að vera enn meira víti til varnaðar fyrir konur líka. Ef þú átt þér sögu um þunglyndi og kvíða, væri kannski ekki sniðugt fyrir þig að vera á pillunni. Það er alveg hægt að nota aðrar varnir. Smokkar, sem eru oft mjög óvinsælir hjá pörum, en eru þegar upp er staðið skárri en þunglyndi, það er klárt mál. Það er líka til hettan og koparlykkjan sem getur tekið tíma að venjast en virkar líka vel.

 

 

Ef þú hefur verið í mörg ár á getnaðarvarnarpillunni og ekki prófað að vera ekki á henni, gæti verið að þú þekkir ekki annað og sért orðin vön ákveðinni líðan. Það er alveg spurning um að prófa að sleppa henni en í guðs bænum vertu þá með eitthvað annað í staðinn.

Heimildir: Thestir.cafemom.com

 

SHARE