Teygjan sem nánast ALLIR þurfa að gera

Það er svakalega mikilvægt fyrir líkamann að gera teygjur en margir gleyma því í dagsins amstri. Fólk gefur sér tíma í brennslu og lyftingar en gleymir teygjunum. Það er þó ein teygja sem allir ættu að gefa sér tíma til að gera að mati sérfræðingsins Tom Merrick sem er einnig þekktur undir nafninu The Bodyweight Warrior.

Það er hægt að gera teygjuna á tvenna vegu, en það fer eftir því hvort þú viljir teygja á mjöðmunum eða á fjórhöfðanum.

Það eru oftast mjaðmirnar og fjórhöfðinn sem verða fyrst fyrir áhrifum af langri setu og margir sem eru að vinna á skrifstofu byrja að finna fyrir þeim. Það getur nefnilega verið að þú farir að finna fyrir eymslum í baki ef þessir vöðvar verða stífir.

SHARE