Þá og nú: Svona var að vera Playboy Leikfélagi á árum áður

Playboy fagnaði stórafmæli á þessu ári en þá voru sex áratugir liðnir frá útgáfu fyrsta tölublaðs og birtingu myndaþáttar af sjálfri Marilyn Monroe, sem braut blað í sögu erótískra rita með þáttöku sinni og var nefnd “Sweetheart of the Month” í fyrsta tölublaðinu.

Marilyn prýddi þó ekki forsíðuna fáklædd, (hún var aklædd framan á blaðinu) heldur birtist stök ljósmynd af henni á evuklæðum einum fata á blaðsíðu 18. Árið var 1953. Fast á hæla Marilyn, í janúar 1954, fylgdi svo bandaríska leikkonan og fyrirsætan Margie Harrisson en Margie var fyrsti formlegi Leikfélaginn sem birtist á síðum Playboy.

.

screenshot-natedsanders.com 2014-11-12 23-32-25

Skjáskot úr fyrsta tölublaði Playboy: Svona var Marilyn Monroe  kynnt

.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og í dag þykir lítið tiltökumál að sjá olíuborinn afturendann á Kim Kardashian, nú, eða berbrjósta Rihönnu (sem reyndar var hent út af Instagram fyrir ósæmilegar deilingar, en hefur snúið aftur).

.

screenshot-nymag.com 2014-11-12 20-53-24

Þessar stúlkur hafa allar prýtt myndaþætti Playboy

.

En var allt svona gott í gamla daga? Var hástemmd erótík við lýði á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum og eru ljósmyndir nútímans ekkert annað en argasta klám? Þær stúlkur sem fetuðu hina hálu braut erótískra myndataka og voru fyrstar kvenna til að fækka fötum fyrir mánaðarlegt glansrit lifðu þotulífi meðan þær sinntu enn starfinu. Skammvinnur glamúrinn einkenndist af hlátri með sjálfum Elvis, silkislopp Hugh Hefner og sæg af ósiðlegum tilboðum frá körlum sem fæstir kærðu sig kollótta um konurnar sjálfar, heldur hugsuðu um það eitt að skora mörk.

.

screenshot-nymag.com 2014-11-12 20-54-31

Fjörtíu árum seinna eru stúlkurnar enn í fullu fjöri og líta enn fúslega um öxl

.

Þær stúlkur sem sátu fyrir á fyrstu árum Playboy eru margar hverjar enn í fullu fjöri og hafa hver sína söguna að segja af starfinu sjálfu – en öllum ber þeim saman um að þó þær hafi haft gaman að, myndu þær aldrei samþykkja þær reglur sem gilda í dag.

Fyrr á þessu ári birti The Cut umfjöllun um upprunalegu Leikfélagana og ræddi við nokkrar þeirra, en sömu konurnar og birtust fáklæddar eða naktar á síðum Playboy á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum og deildu reynslu sinni með tímaritinu urðu síðar meir blaðamenn, frumkvöðlar, fasteignasalar og nektarfyrirsætur; konur sem giftust, fæddu börn í heiminn – ein þeirra varð jafnvel móðir ofurmódels.

Öllum ber fyrrum Leikfélögum saman um að titillinn hafi, á þessum árum, veitt þeim sjálfstæði og aukið frelsi sem er í hrópandi ósamræmi við þá viðteknu skoðun að konur sem sýna nekt hlutgeri sig og niðurlægi. Allar vísa þær konur sem birtust á síðum Playboy til þess að þær hafi tekið sjálfstæða, meðvitaða og uppbyggilega ákvörðun en aðspurðar sagðist engin þeirra myndu sætta sig við þær kröfur sem gerðar eru til fyrirsætna í dag. Að nektin sé orðin of mikil og að dulúðin sé fyrir bí.

Þannig segir Cole Lownes, sem var Miss January árið 1972:

Ég held að allar stúlkurnar sem gengu inn um dyrnar til að sækja um stöðu Leikfélaga hafi gert sér fulla grein fyrir eigin fegurð. Kannski þær vilji ekki viðurkenna það; en þær gerðu sér fulla grein fyrir því hvaða vald þær höfðu í hendi sér.  

Sterkar konur sem enn standa keikar – hér fara þeirra eigin orð:

.

 

screenshot-nymag.com 2014-11-12 18-25-59

.

Ég átti vinkonu á þessum tíma sem hafði flutt frá Portsmouth, þar sem ég vann í verslun og til London. Það var hún sem sagði við mig:

„Ég veit um klúbb. Þú þarft ekki að gera neitt nema brosa, en þú getur þénað mikla peninga.”

Ég þurfti ekki að koma með neitt nema bikiní í sjálft viðtalið en það var eiginmaður minn [Victor Lownes, framkvæmdarstjóri London Playmate Club, sem hún giftist seinna meir] sem kom auga á mig í röð stúlkna sem biðu eftir að komast í prufu sem Leikfélagi. Eitt af því besta við að vera Leikfélagi var sú staðreynd að við áttum alltaf nóga peninga í veskinu til að hoppa upp í flugvél ef okkur langaði til. Við keyptum okkar eigin drykki á barnum og við fórum á hvaða klúbb sem okkur langaði til og við gerðum það allt fyrir okkar eigin peninga. Sú staðreynd veitti okkur ákveðið vald, sjálfsöryggi og frelsi. Við vorum allar lauslátar. Og við áttum okkur algerlega sjálfar.

.

screenshot-nymag.com 2014-11-12 18-28-10

 .

Fæstir karlmenn höfðu minnsta áhuga á því hvað var að gerast í kollinum á mér. Ég held að þeim hafi bara langað til að fá á broddinn. Ég var Leikfélagi og það var skora í rúmstokkinn hjá þeim. Fyrrverandi maðurinn minn [Alan Aldridge, sem var auglýsingateiknari og hannaði meðal annars fyrir Bítlana] hefur eflaust verið eini karlmaðurinn sem var ekki hrifinn af Playboy. Honum fannst Hugh Hefner misnota konur. Þegar elsta dóttir mín, Lily, var tíu ára gömul fann hún Playboy inni á skrifstofu pabba síns og það var þá sem ég sagði henni að ég hefði verið Leikfélagi. Hún spurði mig hvort hún mætti sjá myndir af mér. Hálftíma seinna bankaði ég á herbergishurðina hennar. Hún sat inni í herbergi og var að horfa á sjónvarpið og ég spurði:

„Hvað finnst þér?”

Og hún svaraði:

„Mér fannst þetta flott.”

Báðar dætur mínar eru ofurfyrirsætur – Lily er einn af englum Viktoríu [Victoria’s Secret] og þær hafa báðar sýnt sjálfstraust og ákveðni í bransanum.

.

screenshot-nymag.com 2014-11-12 18-30-10

 

.

Ég fékk vinnu á the Great Gorge Playboy Club í Vernon Valley, sem var staðsettur í New Yersey. Þetta var fjölskyldustaður! Þangað kom heill sægur barna. Það var þarna á veitingastaðnum sem ég var beðin um að sitja fyrir á opnumynd fyrir tímaritið. Playboy takan byrjaði á semi-nekt. Ég var í risastórum ömmu-undirfatnaði. Svo gerðist það einn daginn að sloppurinn rann niður og ljósmyndarinn [Pompeo Posar] hélt bara áfram að skjóta og taka myndir. Daginn eftir sýndi hann mér ljósmyndirnar og sagði:

„Sjáðu bara. Þetta eru ekkert dónalegar eða sóðalegar myndir.”

Ég leit á myndirnar, svaraði og sagði:

„Veistu, þetta er ekkert agalegt. Kannski við getum bara gert þetta svona.”

Pompeo vann traust mitt og hann vann hjarta mitt. Hann kom fram við mig eins og manneskju. Þetta er ljósmynd af sjálfri mér en samt finnst mér ekki eins og þetta sé ljósmynd af mér. Ég get ekki útskýrt þetta betur. En ég varð mjög vinsæl eftir tökuna. Það eitt er alveg á hreinu.

 .

screenshot-nymag.com 2014-11-12 18-43-37

 .

Ég var dúxinn í mínum árgangi og útskrifaðist með hæstu einkunn úr menntaskólanum í Dupo, Illinois. Ég hlaut skólastyrk til náms við háskólann í St. Louis en ég var alveg að drepast úr leiðindum. Ég sór og sárt við lagði að ég yrði að finna eitthvað annað til að hafa fyrir stafni. Einhverja aðra braut í lífinu. Það var svo vinkona mín sem sagði mér að þeir væru að ráða í Playboy klúbbnum í St. Louis. Ég er einkabarn og allar þessar stelpur urðu systurnar sem ég eignaðist aldrei. Feministarnir voru vanir að segja:

„Að þú skulir leyfa öðrum að hlutgera þig svona!”

En ég svaraði þeim og sagði:

„Þið haldið þó ekki að ég hafi verið þvinguð með ofbeldi til að taka þátt í þessari opnumyndatöku? Nei! Þetta var mín ákvörðun, ég tók hana af fúsum og frjálsum vilja og um það hélt ég að kvennabaráttan snerist um!”

Þegar ég fór frá Playboy vann ég sem fyrirsæta og ég lék líka í Risky Business á móti Tom Cruise. Ég lék eina af hórunum þar. Við erum fjölmargar sem förum enn á heiðurssýningarnar og gefum áritanir. Aðdáendur Playboy eru mjög, mjög kurteisir í okkar garð.

SHARE