„Það eiga allar konur að nota eitthvað til að mýkja húðina”

„Ef kremin virkuðu, þá væri enginn hrukkóttur”. Þetta segir Ragna Fossberg, förðunarmeistari hjá RÚV í viðtali við lífsstílsvefinn Lifðu Núna, en Ragna hefur starfað við förðun fyrir sjónvarp og kvikmyndir í heila fjóra áratugi og hefur verið leiðandi á sínu sviði í fjölmörg ár.

Ragna ræðir í viðtalinu um nauðsyn þess að veita húðinni raka og ítrekar gildi þess að næra hörundið, að hollt fæði og líferni styðji við varðveislu húðarinnar en að það eitt og sér nægi ekki.

Við förum reglulega með bílinn í smurningu og sama gildir um líkamann, hann þarf meðhöndlun svo hann stirðni ekki.

Þá segir Ragna einnig að sú mýta að dýrustu kemin séu best og áhrifaríkust, sé leiður misskilningur. Að allir verði hrukkóttir með aldrinum og að öldrunareinkenni séu eðlilegur hluti lífsins, en að hægt sé að milda hrukkurnar með því að bera gott rakakrem á hörundið og það reglulega.

„Það eiga allar konur að nota eitthvað til að mýkja húðina”

En hvað telur förðunarmeistarinn best og áhrifaríkast fyrir hörundið? Svarið segir Ragna vera fólgið í Penzim, sem er íslensk framleiðsla, unnið úr fiski og gefi andlitinu raka og mýkt.

Það er ódýrt, íslenskt og virkar. 

Viðtalið við Rögnu má lesa í heild sinni HÉR

SHARE