„Það er ekkert til sem heitir of mikið kynlíf” – Susan Sarandon (68)

„Það er ekkert til sem heitir of mikið kynlíf” staðhæfir stórleikkonan Susan Sarandon, en hún sýnir engin þreytumerki þrátt fyrir að vera orðin 68 ára gömul. Galdurinn að baki glæsileikanum segir hún vera heilbrigt líferni og reglubundna ástundun kynlífs.

„Ég læt sólina, sígaretturnar og sjúskaða kokteila hins vegar í friði” trúði hún blaðamanni Inquirer fyrir í júní sl. en undirstrikaði hins vegar mikilvægi þess að halda glæðunum í svefnherberginu á lífi. „Það er ekkert til sem heitir of mikið kynlíf í lífi fullorðinnar konu, nema ef vera skyldi óvarið kynlíf með ókunnu fólki.”

Susan er á þeirri skoðun að heilbrigt kynlíf sé hverri fullorðinni konu nauðsyn. „Kynlíf er yndislegt. Þær konur sem fá atlota notið fram á efri ár eru heppnar, því nándin er mikilvæg. Að iðka kynlíf gerir mann svo auðsærðan og varnarlausan á þá vegu sem mér finnst eðlilegt að mörgum þyki erfitt að upplifa. En hverri konu er hollt að njóta ástaratlota svo lengi sem heilsan leyfir.”

Sólin skorar þó ekki hátt hjá þessari glæstu konu sem á stórbrotinn leikferil að baki. “Ekki reykja sígarettur og láttu sólarljósið vera. Og ekki síst brennivínið. Þetta er banvæn blanda.” Almenn lífssátt, jafnvægi í mataræði og reglubundin líkamsrækt segir Susan vera kjarnann í uppistöðu heilbrigðra venja hennar. „Ég bý í New York og þar er reyndar auðvelt að verða sér úti um reglubundna hreyfingu. Maður er alltaf á ferðinni hvort sem er en það veit ég að er ekki dæmigert fyrir konu á mínum aldri. En það er fjöldann allan af konum að finna sem hafa náð mínum aldri sem líta allt öðruvísi út en þær töldu að þær myndu gera á sínum efri árum. Sjálf er ég hissa á því að ég skuli vera orðin nær sjötug. Mêr finnst það sjokkerandi sjálfri. En það er lífsgleðin, hæfileikinn til að undrast og húmorinn sem heldur mér í formi. Það hjálpar.”

Aðspurð hvort hún myndi velja breytta lífsstefnu ef hún hefði tækifæri á að endurlifa alla lífssögu sína að nýju svaraði Susan því kotroskin að hún myndi gera öll sín mistök á mun meiri hraða en í fyrsta skiptið. „En ég myndi þó gera öll sömu mistökin aftur, því það voru mistök mín sem leiddu af sér þá stórkostlegu atburðarás sem að lokum færðu mér lífshamingjuna í hendur.”

Sjálf er Susan enn iðin á hvíta tjaldinu og fór þannig á kostum í hlutverki ömmunnar árvökulu í gamanmyndinni TAMMY sem sýnd var í kvikmyndahúsum sl. sumar. Hér má þó sjá öllu þekktari senu úr kvikmyndinni Thelma & Louise sem skilaði þeim Susan og Geena Davis heimsfrægð og hefur fyrir löngu unnið sér verðskuldaðan sess á síðum kvikmyndasögunnar:

SHARE