Það eru ekki allar stjörnur þær þrifalegustu – Gæti komið á óvart!

Meira en helmingur jarðarbúa segist bursta tennur sínar tvisvar á dag og 2% fólks viðurkenndi að hafa aldrei burstað tennurnar. Það má vera að maður áætli að fræga fólkið sé mjög þrifalegt og sturti sig tvisvar á dag og bursti tennurnar oftar en gengur og gerist. Það er hinsvegar ekki raunin og fólk hefur allskonar venjur og vana sem við vitum ekkert um.

Hér eru 10 stjörnur sem hafa deilt sínum óvenjulegu þrifavenjum með heiminum:

Robert Pattinson

Robert Pattinson sér ekki tilganginn í að þvo sér um hárið. Hann hefur sleppt því að þvo á sér hárið í 6 vikur. „Mér er alveg sama hvort það er hreint eða ekki,“ sagði Robert. Hann trúir því að hárið fari að hreinsa sig sjálft og það hafi aðeins eitt hlutverk; að vera á hausnum á honum.


Megan Fox

Megan Fox hefur sagt frá því að hún sé engan veginn hreinlát manneskja. Hún segist aldrei þrífa og skilur fötin sín eftir út um allt gólf. Leikkonan hefur einnig sagt að hún sturti mjög sjaldan niður og það hafi ekkert breyst þó að vinir hennar hafi kvartað yfir þessu.


Zac Efron

Zac Efron fer stundum ekki í sturtu dögum saman, þrátt fyrir að vera mjög duglegur alltaf í ræktinni. Hann hressir frekar upp á sig með blautþurrkum en að fara í sturtu eftir æfingar.

Brad Pitt

Brad Pitt er líka mikill aðdáandi blautþurrknanna en hann segist varla hafa tíma til að sturta sig því hann sé svo upptekinn. Hann fer ekki í sturtu dögum saman og notar ekki sápu og ekki svitalyktareyði.

Matthew McConaughey

Matthew McConaughey notar aldrei svitalyktareyði og/eða ilmvötn. „Konurnar í lífi mínu, þar á meðal mamma, hafa allar sagt að minn náttúrulegi ilmur sé svo góður, karlmannleg lykt,“ sagði Matthew.


Uma Thurman

Samkvæmt stílista sem vann með Uma Thurman, var leikkonan oft í skítugum fötum þegar hún mætti í vinnuna. „Hún var með storknaðan mat í fötum sínum og ég sver að ég tók einu sinni rækju af bakinu á henni sem hafði örugglega verið þarna í 2 vikur.“

Cameron Diaz

Leikkonan Cameron Diaz segist ekki eyða mikilli orku í hvernig hún lítur út og er sátt við útlit sitt. Hún segist aldrei þvo á sér andlitið: „Ég geri bókstaflega ekkert við andlitið á mér. Ég á milljón vörur sem ég nota kannski tvisvar í mánuði, ef það nær því.“

Leonardo DiCaprio

Leonardo DiCaprio fer afar sjaldan í sturtu, einu sinni til tvisvar í viku. Þetta gerir hann í nafni umhverfisverndar og að sömu ástæðu sleppir hann svitalyktareyði, því það er ekki náttúruleg vara.


Jessica Simpson

Jessica Simpson burstar ekki tennurnar tvisvar á dag eins og tannlæknar mæla með. Hún vill ekki að tennur hennar séu of sleipar svo hún burstar aðeins þrisvar í viku. Hún segist sjálf samt ekki vera andfúl því hún notar mjög oft munnskol.

Heimildir: Brightside.me

SHARE