„Það hræðir mig hversu mikið fólk hatar mig“

Leikkonan Anna Gunn gerði sér grein fyrir því alveg frá byrjun að konan, sem hún leikur í þáttaröðinni Breaking Bad, yrði aldrei svo vinsælasta í þáttunum, en hún leikur Skyler White sem er eiginkona Walter White. Walter er kennari sem hættir störfum vegna veikinda og fer þá að framleiða fíkniefni.

Það sem Anna gerði sér ekki grein fyrir var hversu mikið fólk mundi hata persónuna, Skyler, en hún hefur vakið svo mikla andúð að leikkonan sjálf hefur fengið alvöru líflátshótanir. Anna Gunn skrifar pistil um þetta í New York Times og segir þar að hún hafi greinilega orðið skotmark fyrir þá fjölmörgu sem láta sterkar, óundirgefnar konur fara í taugarnar á sér. „Fólk fyrirlítur hana af því hún bakkar ekki eða gefst upp eða af því að hún er í raun jafningi Walters,“ segir Anna í pistlinum. „Ég er samt ánægð með þessa umræðu því þetta hefur lýst upp hin myrku horn í samfélaginu sem við látum stundum eins og við sjáum ekki en eru samt til í hversdagslífinu.“

Lestu allan pistillinn hennar hér!

SHARE