Það sem ég vildi að ég hefði vitað fyrir skilnað – Einlæg frásögn karlmanns og ráð hans til eiginmanna

Ýmis hjúskaparráð sem er gott fyrir okkur öll að hafa á hreinu

 

Hér birtum við nokkrar ábendingar um gott hjónaband frá manni, Gerald Roberts en hann var nýlega skilinn þegar greinin birtist og vakti athygli víðsvegar. Manni dettur kannski ekki í hug að nýskilinn maður hafi mikið til málanna að leggja um gott hjónaband en þessi maður hefur marga hildina háð og gert upp við sig fyrir hverju maður ætti að berjast. Ráðin hafa verið birt á veraldarvefnum á frummálinu og hér eru ráðin íslenskuð enda eiga þau við hvar sem maður er staddur í heiminum.

Ég vildi að ég hefði vitað:

Ég er greinilega ekki sérfræðingur um samskipti. En þegar skilnaður minn var um garð genginn í síðustu viku og ég leit til baka kem ég auga á ýmislegt sem ég óska að ég hefði gert öðruvísi.  Nú hef ég misst konuna sem ég elskaði og hjónaband sem varaði í 16 ár. Ég vildi að mér hefði verið bent á eftirfarandi atriði: 

#Haltu loganum lifandi. Bjóddu henni áfram á stefnumót. Þú skalt ALDREI taka hana sem sjálfsagðan hlut. Þegar þú baðst hana að giftast þér lofaðir þú henni að þú myndir elska hana, annast og vernda. Þér verður aldrei trúað fyrir meiri og dýrmætari fjársjóði en þessari konu. HÚN VALDI ÞIG. Gleymdu því ekki og láttu ekki LETI STJÓRNA ásti þinni og samskiptum við konuna þína.  

 

#VARÐVEITTU HJARTA ÞITT. Þú lofaðir að gæta hjarta hennar og varðveita það og þú verður líka og á sama hátt að gæta hjarta þíns. Elskaðu líka sjálfan þig, elskaðu umhverfi þitt en það er sérstakur og einkastaður í hjarta þínu þar sem enginn fær aðgang nema kona þín. Sá staður verður alltaf að vera opinn og aðgengilegur fyrir hana og þangað hleypir þú engum nema henni inn.    

# VERTU ÁSTFANGINN- AFTUR OG AFTUR. Við erum alltaf að breytast. Við erum ekki sama fólkið og við vorum þegar við gengum í hjónaband. Eftir fimm ár höfum við breyst frá því sem við erum í dag. Breytingarnar gerast og við verðum þess vegna að kjósa hvort annað aftur og aftur. HÚN ÞARF EKKI AÐ VERA MEÐ ÞÉR ÁFRAM og ef þú hugsar ekki vel um hana gæti hún valið að vera frekar með einhverjum öðrum og loka þig úti. Þú skalt halda áfram að berjast fyrir ást hennar eins og þú gerðir þegar þið voruð í tilhugalífinu.

# HORFÐU ALLTAF Á ÞAÐ BESTA  í fari hennar. Horfðu á það sem þú elskar mest. Það mun þá stækka og vaxa. Ef þú horfir mest á það sem þér líkar ekki kemur þú ekki auga á annað en það sem fer í taugarnar á þér. Ef þú einbeitir þér að því sem þú elskar mun ástin taka völdin. Þetta skaltu einblína á og þar kemur að þú áttar þig á að þú ert heppnasti maður á jarðríki að þessi kona skuli vera eiginkona þín.  

# Þú átt ekki að reyna að breyta henni……… þú átt að elska hana eins og hún er og ætlast ekki til að hún breytist. Og ef hún breytist skaltu elska breytinguna hvort sem hún varð eins og þú óskaðir eða ekki. 

# TAKTU ÁBYRGÐ Á TILFINNINGUM ÞÍNUM . Konan þín á ekki að sjá um að þú sért hamingjusamur og hún GETUR EKKI gert þig hryggan. Þú berð sjálfur ábyrgð á að finna hamingju þína og þegar þú ert í því verkefni breiðir hamingjan sig yfir samband ykkar og ást.  

# EKKI ÁSAKA konu þína þó að ÞÚ missir jafnvægið eða reiðist henni. Það gerist innra með ÞÉR.  Þetta eru tilfinningar ÞÍNAR  og þín ábyrgð.  Þegar þessar tilfinningar eru að gera vart við sig skaltu taka þér stund til að skoða sjálfan þig og reyna að átta þig á hvað með ÞÉR býr sem þarf að laga. 

Leyfðu komunni þinni bara AÐ VERA. Þegar hún er leið eða líður ekki vel þarft þú ekki að laga það mál, þú skalt bara vera góður við hana og segja henni að allt sé í lagi. Segðu henni að hún skipti þig máli og þú styðjir hana í því sem angrar hana. EKKI FORÐA ÞÉR ÞEGAR HENNI LÍÐUR EKKI VEL.  Vertu til staðar og láttu hana vita að þú farir hvergi og hlustaðu á hana með athygli. 

# Sláðu á létta strengi……… ekki taka sjálfan þig allt of alvarlega. Hlæið þið saman. Hláturinn léttir lífið. 

# VERTU HEILSHUGAR TIL STAÐAR.  Það er ekki nóg að gefa tíma sinn heldur þarftu líka að gefa athygli þín og alla sál.  Komdu fram við hana eins og mikilvægasta skjólstæðing þinn. Hún er það. 

# LEGÐU RÆKT VIÐ KYNLÍFIÐ og leyfðu henni að finna að þú elskir hana heitt og innilega. 

# EKKI VERA BÖLVAÐ FÍFL ….. og vertu heldur ekki hræddur við að vera fífl! Ykkur verða báðum á mistök. Ekki láta mistökin slá þig flatan,  lærðu af þeim. Þú þarft ekki að vera fullkomin en reyndu að haga þér ekki heimskulega. 

# GEFÐU HENNI RÝMI …. Konan þín gefur endalaust og stundum þarf að minna hana á að hugsa um sjálfa sig.  Þetta á sérstaklega við þegar þið eigið orðið börn. Hún þarf rými til að finna sjálfa sig þegar hún hefur verið upptekin við að sinna þér, börnunum og heiminum öllum!   

# EKKI VERA MEÐ LEYNIMAKK. Ef þú vilt njóta trausts verður þú að vera tilbúinn að deila ÖLLU. .. Sérstaklega því sem þig langar ekki að deila með öðrum. Það þarf hugrekki til að elska heilshugar, til að deila hugsunum sínum þó að þú vitir ef til vill að hún verður ekki kát með allt sem hún sér þar.  TAKTU GRÍMUNA AF ÞÉR. Ef þér finnst að þú þurfir að vera í þykjustuleik muntu aldrei finna gleðina sem sönn ást getur fært þér. 

# HALDIÐ ÁFRAM AÐ ÞROSKAST SAMAN ….  Ef vatnið í tjörninni staðnar verður það fúlt en rennandi vatn heldur henni ferskri. Ef vöðvinn fær ekki hreyfingu verður hann visinn og aumur. Og þannig fer með samband þitt við konuna þína ef því er ekki haldið lifandi.  Setjið ykkur markmið saman, látið ykkur dreyma og eigið sameiginlegar draumsýnir til að stefna að. 

# EKKI LÁTA ÁHYGGJUR AF FJÁRMÁLUNUM KÆFA YKKUR. Vinnið saman í teyni til að sigra í glímunni við peningana. Þið eruð í sama liði og liðsmenn mega ekki berjast.                

# STUNDAÐU FYRIRGEFNINGU  og horfðu til framtíðar frekar en að burðast með baggana úr fortíðinni.  Láttu ekki fyrri gerðir eða misgerðir halda þér í gíslingu. Ef þú ríglheldur í fyrri misgerðir, annað hvort þínar eða hennar verður það þungur klafi að bera. FYRIRGEFNING VEITiR ÞÉR FRELSI. Njóttu þessa frelsis og passaðu að standa með ástinni. 

# VELDU ÁSTINA ALLTAF. VELDU ÁSTINA ALLTAF. VELDU ÁSTINA ALLTAF. Þú þarft satt að segja ekki annað ráð en þetta. Ef þú hefur þetta að leiðarljósi í öllum þinum ákvörðunum og athöfnum, getur ekkert ógnað hamingju hjónabands þíns. Ástin sigrar allt.   

Þegar upp er staðið þarf enginn að búast við að maður sé alltaf á sæluskýi í HJÓNABANDINU. Hjónaband er vinna og ásetningur að vaxa saman og viljinn til að leggja eitthvað af mörkum sem endist um alla eilífð. Það er með svona vinnu sem hamingjan kemur. 

Hjónaband er líf og í því eru birta og skuggar. Ef við tökum öllu ferlinu fagnandi og lærum af því og fögnum reynslunni sem styrkir okkur og  eykur okkur víðsýni stöndum við á traustum grunni. 

Ég fór í erfiðan skóla til að læra þetta og ég lærði það of seint. 

En ég hef áttað mig og er enn að læra og mér ber að segja öðrum frá. Sannleikurinn er að ÉG ELSKAÐI HJÓNABAND MITT og ég held að þegar tímar líða muni ég ganga aftur í hjónaband. Þegar það gerist mun ég byggja á grunni sem mun standast storma og tímans tönn.  

Ef þér finnst eitthvert vit í því sem ég hef sagt þér ættirðu að segja ungum eiginmönnum frá því. Þeir eiga líklegast enn vonina. Segðu líka eldri hjónum frá þessu. Þau hafa ef til vill gleymt ástinni. Einhver þessara manna gæti verið eins og ég var og má vera að hann ranki við sér þegar hann heyrir orð mín. Ég vona að hann verði þá maðurinn sem konan hans var að vona að hún væri að giftast. 

Konan sem játaðist honum og treysti honum fyrir lífi sínu hefur verið að bíða eftir manninum sínum. 

Ef hjónaband þitt sem ert að lesa þetta er ekki 100% eins og þú vonaðist eftir skaltu taka FULLA ÁBYRGÐ á þínum hluta þess alveg burtséð frá hvernig maki þinn er. Lærðu af því sem ég hef verið að segja þér meðan enn er tími. 

KARLAR- ÞETTA ER ÞITT MÁL: Settu þér að vera frábær elskhugi. Stærri áskorun getur varla og betri verðlaun eru ekki í boði. Konan þín á það skilið. 

Vertu þess konar eiginmaður að konan þín sé sígortandi af þér.   

SHARE