Það sem þú ættir ekki að segja við óléttar konur

Allar konur sem hafa verið óléttar hafa einhverja skondna sögu að segja af athugasemdum á óléttunni. Ég hef heyrt þær ótalmargar í það minnsta og það getur verið gaman að segja frá þessu eftir á, en á meðan þessu stendur er þetta ekki það skemmtilegasta sem ólétt kona heyrir.

Til að byrja með – VERTU VISS um að konan sé ólétt áður en þú spyrð hana hversu langt hún er komin á leið, annars getur þú lent í afar vandræðalegri aðstöðu.

1. Þú ættir ekki að vera að borða/drekka þetta!
Í alvörunni? ert þú að ganga með barnið eða ég?

2. Vá þú ert ekkert smá STÓR!
Þú heldur að það sé í lagi að segja við konu að hún sé feit afþví að þú heldur að hún eigi að vera að borða fyrir tvo (sem er misskilningur), nei, það er ALDREI í lagi.

3. Áttu von á tvíburum?
Nema þú sért viss um að hún eigi von á tvíburum skaltu sleppa því að spyrja svona

4. Æj ekki hafa áhyggjur af þessu, þetta eru bara hormónarnir.

5. Var þetta planað?

6. Vá brjóstin þín eru HUGES

7. Þú átt von á þér bara, hva á morgun?
öö nei ég á 4 mánuði eftir andskotinn hafi það, takk samt

8. Ohh þú ert heppin, þetta var svo miklu verra fyrir mig
Hvað veist þú um það hvernig mér líður?

9. Eru þetta óléttubuxur?
UUU HVAÐ HELDUR ÞÚ?

10. Í alvörunni? ólétt strax? svona ung…

11. Hey, stattu upp og sýndu henni kúluna þína
Við erum svo misjafnar, sumum finnst þetta óþægilegt og líður jafnvel eins og komið sé fram við þær eins og sýningargrip, sumar konur eru hugsanlega enn að venjast kúlunni eða bara finnst vandræðalegt að einhver biðji þær að standa upp og glenna kúluna framan í hann. Konan stendur líklega bara upp sjálf og sýnir þér kúluna ef hana langar til þess, þú þarft líklega ekkert að beita þrýstingi. Svo finnst sumum konum þetta bara ekkert vandamál, eru rosalega stoltar af kúlunni sinni og elska að sýna öllum hana.

12. Ertu alveg að þyngjast nóg? 
Meðan barnið vex eðlilega kemur engum við hvað við þyngjumst mikið. Það er líklega alveg jafn ömurlegt að vera spurð “Ertu ekki að þyngjast of mikið”

Svo er kannski fínt að vera meðvitaður um það líka að þó að kona sé ólétt er ekki þar með sagt að þú megir labba upp að henni og snerta á henni bumbuna, það eru alls ekki allir sem eru einu sinni fyrir það að knúsa annað fólk, hvað þá að ókunnugt fólk labbi upp að þeim og snerti á þeim magann. Reglurnar breytast ekki þó kona sé ólétt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here