Það sem þú átt ekki að segja við grannar konur og dæminu snúið við!

Konur af öllum stærðum og gerðum verða fyrir útlitslegri gagnrýni. Það hefur verið vinsælt upp á síðkastið að búa til plaggöt sem á stendur “Karlmenn vilja hafa kjöt á beinunum” eða “Alvöru konur hafa ávalar línur”

Þessi herferð byrjar vegna mikillar pressu á ungar stúlkur að vera grannar eða steyptar í fyrirfram ákveðið mót. Nú virðist pressan vera orðin sú að allar konur eigi að vera með línur. Það er ekki í boði fyrir alla og við verðum að fá að vera bara eins og guð skapaði okkur, sama hvort við erum smágerðar eða stórgerðar, svo lengi sem okkur líður vel. Konur sem eru mjög grannar að eðlisfari lenda líka í fordómum vegna vaxtarlags og líkamsgerðar og hér eru nokkrar setningar sem margar konur kannast við og birtar voru á huffingtonpost svo að það eru greinilega ekki bara við íslensku konurnar sem könnumst við þetta..

*Fáðu þér hamborgara eða eitthvað!

*Þú lítur út eins og anorexíusjúklingur

*Þú ert örugglega of grönn til að geta gefið barninu þínu brjóst

*Vá, hvað þú ert horuð, borðar þú aldrei?

*Þú ert eins og tannstöngull

*Hlýtur að vera gaman að vera svona mjó!

*Oh, þú ert svo heppin að vera svona horuð

*Fæddist þú svona eða sveltir þú þig?

*Ertu ekki alltaf svöng?

*Þú ert nú meiri mjónan

*Fáðu þér nú stóran skammt ekki veitir af!

*Þú litir miklu betur út með aðeins meira kjöt á beinunum

*Ertu nokkuð með átröskun?

*Þú ert OF heilbrigð, borðar alltof hollt

*Veistu, vinkona mín fékk hjálp við átröskun.

*Alvöru konur hafa línur

*Þú ert svo grönn, þú þarft aldrei að spá í því hvað þú lætur ofan í þig

*Ég vildi að ég ætti við sama vandamál að stríða og þú!

*Þú ert vaxin eins og smástrákur

Hér ákváðum við að prófa að snúa þessu öllu saman við og ímyndum okkur að við séum að setja út á líkama konu sem er yfir kjörþyngd er það alveg jafn slæmt. 

Þetta ætti fólk að láta ósagt við feitlagnar manneskjur.

*Æj fáðu þér nú frekar salat elskan.

*Þú lítur út eins og offitusjúklingur

*Þú ert eflaust of feit, það er kannski ekki gott fyrir barnið þitt að fá þína brjóstamjólk þar sem þú ert í yfirþyngd!

*Vá hvað þú ert feit, borðar þú endalaust eða?

*Þú ert eins og blaðra!

*Fæddist þú svona?

*Ertu ekki alltaf pakksödd?

*Mikið ertu óheppin að vera svona feit

*Þú litir nú mun betur út ef þú losaðir þig við nokkur kíló.

*Ertu nokkuð haldin matarfíkn?

*Þú ert OF óheilbrigð, borðar alltof óhollan mat.

*Veistu, vinkona mín fékk hjálp við matarfíkn.

*Alvöru konur eru grannar

*Þú ert nú svo feit, þú þarft alltaf að telja ofan í þig bitana.

*Mikið er ég fegin að eiga ekki við sama vandamál að stríða og þú

*Þú ert vaxin eins og hvalur!

SHARE