Það sem þú ekki vissir um Avocado – Meinhollt

Margir virðast forðast avocado vegna þess hversu fituríkt það er.
En ekki er öll fita, fitandi. Einómettaðar fitusýrur eru fitusýrurnar sem avocado inniheldur.

Avocado er sérstaklega ríkt af omega- 9 fitusýrum. Flestir vita að við þurfum omega 6 og 9 lífsnauðsynlega en omega- 9 er ekki lífsnauðsynleg fitusýra.
Líkaminn okkar býr sjálfur til omega-9 ef það er nóg af hinum tveim til staðar í líkamanum okkar.
Það sem þessi fitusýra gerir er að lækka “slæma” kólestrólið í líkamanum og þannig minnka áhættu á hjartasjúkdómum. Einnig minnkar hún æðakölkun og bætir ónæmiskerfið.

Avocado er ríkt af vitamin E , þetta vitamin er andoxunarefni og ein aðal vörnin gegn sindurefnum sem geta valdið lifandi frumum skaða. Vítamín E hefur verndandi áhrif á frumur og hjálpar því gríðarlega við hárvöxt, naglavöxt og græðir ör og varnar gegn þurrki.

Einnig er ávöxturinn ríkur af vitamin B5 sem kallað hefur verði “afstressunar vítamínið” og tekur þátt í framleiðslu adrenalíns og uppbyggingu mótefna. Einnig er það nauðsynlegt til að líkaminn geti myndað D vitamin, það dregur úr einkennum liðagigtar, dregur úr hárlosi, granum hárs og gæti hægt á öldrun húðarinnar.

Önnur innihaldsefni eru t.d. járn og kopar fyrir blóðið, fosfór og magnesium.
Mikið innihald natríum, lágur sykurstuðull og engin sterkja gerir það að verkum að avocado er upplagt fyrir sykursjúka eða þá sem þjást af lágum blóðsykri.
Avocado inniheldur líka mesta magn trefja af ávöxtum og grænmeti.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here