Það sem þú þarft að vita um rafrettur

Í byrjun september gaf Centers for Disease Control and Prevention út viðvörun. Í þessari viðvörun báðu þeir almenning um að „íhuga að nota ekki rafrettur“. US Food and Drug Administration gaf út svipaða viðvörun og bað fólk að hafa í huga að kaupa ekki rafrettur af götunni og ekki nota önnur efni í þær en til var ætlast í byrjun.

Sex manns hafa látist vegna rafretta í Bandaríkjunum, í sex mismunandi ríkjum. Einnig hafa komið upp 380 atvik, sem vitað eru um, þar sem fólk hefur fengið alvarlega lungnasjúkdóma vegna rafrettanna.

Ástæða veikindanna er ekki alveg ljós ennþá, því rafrettur eru ennþá tiltölulega ný til komnar.

Hvað er þetta „veip“?

Það þekkja ekki allir rafrettur og hvaða týpur eru hvað og svo framvegis svo það verður útskýrt hér:

Vape er græja sem hitar olíu og býr til gufu úr henni sem notandinn andar að sér.

E-sígaretta er græja sem hitar vökva með nikótíni í, býr til gufu sem notandinn andar að sér. JUUL er síðan eitt af mörgum vörumerkjum sem framleiðir e-sígarettur.

Rafrettan sjálf getur verið hættuleg, ein og sér, því upp hafa komið atvik þar sem rafrettur hafa sprungið í andlit notandans. Hættulegastar eru samt vökvarnir í rafrettunum. „Vökvinn inniheldur agnir sem hægt hefur verið að tengja hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini,“ segir Tamanna Singh sem er hjartalæknir í Cleveland. „Fundist hefur formaldehýð í vökvum sem er þekkt fyrir að valda krabbameini.“

Fyrir utan að vera krabbameinsvaldandi, er nikótín í vökvunum, sem er mjög ávanabindandi. Það er aðallega ávanabindandi því það kallar á losun á dópamíni sem heilinn lítur á sem „verðlaun“.

Af hverju er fólk að „veipa“?

Rafrettur hafa alltaf verið auglýstar sem hollari valmöguleiki en venjulegar sígarettur. JUUL fékk nýlega viðvörun frá US Food and Drug Administration fyrir að brjóta reglu og reglugerðir með því að selja sínar rafrettur sem heilsusamlegri kost en sígarettur, án leyfis frá þeim.

Lungnasérfræðingurinn John Carl segir að í upphafi hafi e-sígarettur verið framleiddar til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Hann segir að rafrettur virki vel til þess, ef þær eru notaðar til þess. Það má, með öðrum orðum, segja að þú ert að nota rafrettu þér til hagsbóta, einungis ef þú notar hana til að hætta að reykja sígarettur, en um 480 þúsund manns deyja á hverju ári vegna reykinga.

Svo rafrettur eru minna hættulegar. En við skulum alls ekki vanmeta skaðann sem þær valda.  Centers for Disease Control and Prevention sagði í yfirlýsingu sinni: „Ef þú hefur aldrei reykt, eða notað annað tóbak, ættirðu alls ekki að byrja á því.“

„Veip“ getur valdið pirring og skemmdum í lungum

Þar sem rafrettur eru tiltölulega nýjar af nálinni, er náttúrulega ekki til neinar langtíma rannsóknir á skaðanum sem þær valda. Þær rannsóknir sem þó hafa verið gerðar sýna, svo ekki verði um villst, að það er mikil áhætta af þeim.

John, fyrrnefndur lungnalæknir, segir að gufurnar valdi auknum bólgum í lungum. Þær geta líka valdið því að „bifhárin“ sem eru á leið niður í lungun geta lamast. Þau eru þarna til að halda óhreinindum frá lungunum og ef þau eru ekki að starfa eru meiri líkur á sýkingum í lungum. Lungnabólga er vegna slímmyndunnar eða vökvasöfnunar í lungunum.

„Veip“ hefur verið tengt flogum

Í apríl gaf FDA út tilkynningu þar sem sagt var að það væru tengsl á milli þess að nota rafrettur og að fá flog eftir notkunina. Þetta ætti helst við um börn og unglinga. Í tilkynningunni stendur að 35 tilfelli, sem vitað er um, hafi komið upp á tímabilinu 2010 til 2019, þar sem flogin hafi orsakast vegna nikótíneitrunar. Nikótíneitrun getur átt sér stað þegar manneskja fær of mikið nikótíni, en það magn getur verið mismunandi milli manna.

Allt sem hér er skrifað er úr þessari grein á Health.com og þýtt af hún.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here