Það sem þú vissir ekki um avókadó – Einstaklega hollur ávöxtur!

Þú veist auðvitað hvað avókadó er gott í guacamole. Þú veist ef til vill líka að það eru allskonar heilsusamlegar olíur í avókadó. En líklega hefurðu ekki hugmynd um hvað hollusta avókadó er mögnuð!

Avókadó er ávöxtur og raunar er það ber   

Það getur vel verið að þú haldir að þetta sé grænmeti af því að það er græn skel á ávexinum en þetta er ávöxtur og nánar til tekið, ber.

Í avókadó er meira kalíum en í banana 

Í einu avókadó eru 975  mg af kalíum en í einum stórum banana sem vitað er að eru auðugir af kalíum eru aðeins 487 mg af kalíum.

Það þroskast fyrr ef það er næst banana eða epli 

Úr því að minnst er á banana! Þessi guli ávöxtur – eins og líka epli – gefur frá sér ethylene gas sem er í raun plöntuhormón. Ef maður lætur óþroskað avókadó í pappírspoka með epli eða banana mun gasið sem myndast í pokanum flýta því að það þroskist.

 

Avókadó er eitt af fáum ávöxtum sem eru auðugir af prótínum 

Í einu avókadó eru fjögur grömm af prótíni sem er eitt hið mesta sem ávextir gefa af prótíni. Og auk þess er það mjög hollt prótín og líkaminn getur notað það allt. Það verður ekki sagt um allt prótín sem við fáum úr kjöti.

 

Það er hægt að skipta út smjöri fyrir avókadó í kökuuppskriftum. 

Það er alveg lyginni líkast hvað avókadó kemur vel út þegar það er notað í staðinn fyrir smjör. Og múffurnar verða ekki grænar!  Þú getur líka notað það í súkkulaðibitakökur eða hvað annað. Reyndu það bara.

 

Avókadó er gott til fleiri nota en átu 

Það er mjög gott fyrir alla  húð- og hárumhirðu. Í því eru andoxunarefni, amínó sýrur og mikilvægar olíur sem eru góðar fyrir hárið, gefa húðinni raka, græða sólbruna og geta jafnvel dregið úr hrukkum.

Það má því með sanni segja að avókadó er einn hollasti ávöxtur sem þú finnur.

Heimild  

 

SHARE