Það tekur konu að meðaltali 4 mínútur að fá fullnægingu þegar hún stundar sjálfsfróun – Fögnum snípnum!

Listamaðurinn Sophia Wallace frá New York  segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að vísindalega séð hafi snípurinn ekki uppgötvaður fyrr en árið 1998. Hún segir að enn í dag ráði fáfræði ríkjum þegar kemur að kvenlíkamanum.

Tilgangur snípsins er að veita unað
Snípurinn er mjög vanmetinn en hann er helsti unaðsstaður píkunnar og örvun snípsins er leið flestra kvenna til að fá fullnægingu. Eina hlutverk snípsins er að veita fullnægingu og snípurinn er eini líkamsparturinn sem er einungis gerður til að veita unað. Snípurinn er því alveg stórmerkilegur!

Snípur sem hefur ekki verið örvaður getur verið allt að 9 cm að lengd, eða lengri en typpi sem hefur ekki verið örvað. 

Wallace, listamaðurinn bakvið verkefnið segir að samfélagið virðist ekki enn í dag átta sig á mikilvægi snípsins. Hún segir að það sé áhugavert að hugsa til þess að, að vissu leiti sé kvenlíkaminn aðal tákn kynlífs og erótíkur. Þrátt fyrir það sé snípurinn sem er aðal unaðsstaður kvenlíkamans, nánast ósýnilegur.

“Í klámmyndum er það að örva snípinn eitthvað sem er aukaatriði og jafnvel frekar kinky” – Þetta er ótrúlegt þar sem snípurinn ætti að vera helsti staðurinn til að einbeita sér að í kynlífi, ef þig langar  til þess að veita konunni fullnægingu.

Konur skammast sín fyrir að biðja bólfélagann um að örva snípinn
Wallace segir að það sé ótrúlegt að enn í dag, árið 2013 skammist konur sín fyrir að biðja manninn sinn um að örva snípinn. Það ætti auðvitað að vera hinn sjálfsagðasti hlutur þar sem snípurinn er leiðin að fullnægingu.

Vissir þú að það tekur konu að meðaltali bara 4 mínútur að fá fullnægingu ef hún stundar sjálfsfróun (örvar snípinn)?

Það væri aldrei búist við því að karlmenn fengju fullnægingu án þess að aðal kynfæri þeirra, typpið sé örvað. Af hverju býst fólk við því að konur fái fullnægingu án þess að snípurinn, aðal unaðsstaður þeirra, sé örvaður?

Hér fyrir neðan ræðir þessi flotta listakona um verkefni sitt: 

SHARE