Það tók ókunnugan mann að meðaltali 90 sekúndur að nema barnið á brott – Versta martröð allra foreldra

Flestir foreldrar gera sitt allra besta til að vara börn sín við því að fara upp í bíl hjá ókunnugum. Foreldrar brýna fyrir börnunum að fara aldrei neitt með manneskju sem þau þekkja ekki. Þó að foreldrar leggi sig alla fram í þessum málum virðist það ekki endilega alltaf bera árangur. Niðurstöður nýlegrar könnunar leiddu það í ljós að meirihluti barna var til í að ganga í burtu með ókunnugu fólki.

Tilraun sem gerð var í Bretlandi leiddi í ljós að það var óhugnanlega auðvelt fyrir ókunnuga menn að tæla börnin. Mæðurnar sem tóku þátt í tilrauninni mættu með börn sín á leikvöll sem lokaður var almenningi. Þegar á leikvöllinn var komið hringdi sími mæðranna en það var allt saman hluti af tilrauninni. Konurnar svöruðu í símann og skildu börnin eftir í smá stund ein að leika sér meðan þær töluðu í símann.

Öryggisvörður nálgaðist börnin sem voru á aldrinum 5 til 11 ára, og bað þau um að hjálpa sér að leita að týndum hundi. 7 börn af 9 löbbuðu í burtu með ókunnuga manninum. Það tók manninn að meðaltali 90 sekúndur til að sannfæra börnin um að koma með sér. Börnin voru flest undir 10 ára aldri og voru ekki vön að fá að fara ein út úr húsi. Ein stúlkan áttaði sig á mistökunum og hljóp aftur til móður sinnar.

Eitt barnanna, 7 ára drengur neitaði í fyrstu að fara með manninum en það tók manninn einungis 45 sekúndur að sannfæra hann um að koma með sér.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”tz2ALDavgEc”]

Foreldrunum sem tóku þátt í rannsókninni var brugðið en þau bjuggust ekki við því að svo auðvelt væri fyrir manninn að nema börnin á brott.

Munum að tala við börnin okkar og hafa augun opin.

SHARE