Það villtasta sem þú gerir í rúminu – Samkvæmt stjörnumerkjunum

Einn af bestu hlutunum við kynlíf er að það er alltaf hægt að skreyta og bæta við hlutum til að krydda. Ef allir eru sáttir sem þátt taka í athöfninni, segjum við bara „láttu vaða!!“

Hér eru villtustu hlutirnir sem hvert stjörnumerki gerir í rúminu:

Hrútur

Þú ert ævintýragjarn/gjörn frá náttúrunnar hendi og hefur gaman að því að gera tilraunir. Það er ekkert sem heitir „of mikið“ hjá Hrútnum. Þú ert til í nákvæmlega hvað sem er.

Naut

Þú hefur afar frjótt ímyndunarafl og þig hefur alltaf langað að prófa hlutverkaleik með bólfélaga þínum. Þú vilt láta kynferðislegar fantasíur þínar rætast.

Tvíburi

Þú ert frábær í að halda uppi samtölum og ættir að nýta þér það í svefnherberginu. Talaðu „dörtí“ við bólfélaga þinn. Það mun kveikja í þér og hinum aðilanum líka.

Krabbi

Þú ert eins og Duracell kanínan. Þú getur endalaust haldið áfram. Þegar kemur að því að finna þína villtu hlið þá ættirðu eiginlega að athuga hversu oft þú getur fengið það á einni nóttu.

Ljón

Þú ert frábær bólfélagi. Hvers vegna ættirðu þá að halda þig við einn bólfélaga í einu. Trekantur, fjórkantur eða bara hópkynlíf. Það er eitthvað fyrir þig.

Meyjan

Þú ert feimin úti á götu en algjört villidýr í bólinu. Þú ættir að reyna fyrir þér í bindingum í kynlífinu.

Vogin

Þú ert leikkona/leikari af lífi og sál. Þú ættir að fara í hlutverkaleiki og taka það alla leið með búningum og fylgihlutum.

Sporðdreki

Þú elskar lífið og „hættulegar“ aðstæður. Kynlíf á almennu færi er eitthvað sem höfðar til þín.

Bogmaður

Þú ert veiðimaður í eðlinu og þegar kemur að kynlífi er það ekkert öðruvísi. Þér finnst geggjað að fara á næsta pöbb og finna einhvern ókunnugann til að stunda villt kynlíf með.

Steingeitin

Þú ert jafnvel eitt af klikkuðustu stjörnumerkjunum. Þú hefur ekki mikinn áhuga á „venjulegu“ kynlífi og vilt prófa sem allra flest. Jafnvel vera með manneskju af sama kyni.

Vatnsberinn

Þú ert svolítil tepra í þér oft á tíðum. Þú verður því að byrja rólega þegar kemur að því að finna villinginn í þér. Byrjaðu á því að taka stjórnina í kynlífinu. Skipaðu fyrir og segðu nákvæmlega hvað þú vilt.

Fiskur

Þú vilt kanna allar þær nautnir sem þú getur með bólfélaga þínum. Þú ættir því að prófa öll þau leikföng sem þér dettur í hug í kynlífinu.

Heimildir: Allwomenstalk.com

 

SHARE