Þær eru búnar að vera óléttar í 24 mánuði!

Ef við trúum öllu því sem kemur frá slúðurblöðum þar vestra þá væru þær Jennifer Aniston, Eva Mendes, Zoe Saldana og Beyoncé búnar að vera ólétta síðustu 24 mánuðina.  En það vill svo til að Eva Mendes er þunguð í dag og Beyoncé búin að eignast sitt fyrsta barn.  En slúðurblöðin gefast ekki upp.  Þær mega ekki sjást í viðum peysum, smá maga í þröngum kjólum eða jafnvel ekki búnar að setja upp andlitið áður en þær stíga út fyrir hússins dyr þá eru þær komnar á forsíður tímarita og sagðar þungaðar einu sinni enn!

"The Place Beyond The Pines" Premiere - 2012 Toronto International Film Festival

Eva er búin að vera ólétt í tvö ár samkvæmt slúðurblöðum en nú í dag er búið að staðfesta að þungun hefur átt sér stað.  Svo loksins til hamingju Eva.

jen

Jennifer er nú búin að vera lengst ólétt af þeim öllum, eða frá því að hún og Brad voru gift. Hún er ýmist ólétt af tvíburum eða bara gengin með eitt barn.  En þetta hefur gengið yfir hana í um 10 ár!

Þó svo að þú eigir barn fyrir þá ert þú samt talin þunguð og af hverju ekki þegar þú átt eitt þá hlýtur annað að vera á leiðinni eins og Beyoncé og Jay Z sjá stöðugt í slúðurblöðum um sjálfan sig.   En við verðum að taka til greina að það eru bara Hollywood stjörnur sem geta gengið með barn í meira en 24 mámuði!

2011 US Open - Day 15

SHARE