Þær keppast við að fækka fötum á Instagram

Það virðist vera orðin tíska í Hollywood að fækka fötum og taka myndir af því til að skella á Instagram. Amber Rose, sem er fyrrverandi kærasta Kanye West sem er eiginmaður Kim Kardashian, virðist vera mjög ákveðin í því að setja alls ekki færri myndir af sér á Instagram en hin sívinsæla Kim. Þær hafa báðar verið duglegar við að setja myndir af sér fáklæddum á Instagram og tóku svokallaðar rassasjálfsmyndir, með nokkurra daga millibili, en sjálfsmyndadrottningin hún Kim var að sjálfsögðu fyrri til.

Amber Rose er búin að birta af sér nokkrar myndir undanfarið þar sem hún ögrar heldur betur enda finnst henni fátt skemmtilegra en að rugga bátnum og hefur hún átt í stríði við systurnar á samfélagsmiðlum seinustu mánuði. Kanye West sagði frá því í útvarpsviðtali um daginn að Kim hafi látið hann taka margar sturtur áður en hún hleypti honum upp í rúm til sín.

Hér eru nokkrar frá seinustu dögum hjá Amber:

Screen Shot 2015-03-10 at 11.43.13 AM

Screen Shot 2015-03-10 at 11.44.56 AM

Screen Shot 2015-03-10 at 11.43.24 AM

 

 

Tengdar greinar: 

Kim Kardashian: Kviknakin, enn og aftur – erum við búin að fá nóg?

Kim Kardashian: sýndi geirvörtuna í bleikum netakjól

Kanye West og Kim Kardashian: Stunda kynlíf oft á dag!

SHARE