Þar sem ísbirnirnir ráða ríkjum

Við austurströnd Rússlands kúrir eyðieyja þar sem ísbirnir hafa tekið völdin. Rússneski ljósmyndarinn Dmitry Kokh hefur nýlega gefið út margar, gullfallegar myndir sem sýna dýrin ganga laus á milli bygginga bæjarins. Dýrin búa í veðurathugunarstöð sem hefur verið yfirgefin síðan á tíunda áratugnum og er staðsett á eyju sem heitir Kolyuchin.

„Við sigldum meðfram ströndinni og ferðuðumst meira en 1200 mílur og skoðuðum ósnortið landslag, yfirgefin þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað og fjölbreytt dýralíf á landi og í sjó,“ sagði Dmitry í viðtali hjá fstoppers.

Hann segir að hann og teymið hans hafi verið að sigla framhjá Kolyuchin þegar þeir komu auga á dýrin: „Við sáum hreyfingu í glugga og þegar við komum nær sáum við að þetta voru birnir.“

Sjá einnig: Þekkir þú einhvern með athyglisbrest? Þú þarft að vita þessi 14 atriði

Eyjan sjálf er 4,5 km löng og aðeins 1,5 km á breidd. Sovéskir vísindamenn byggðu þar rannsóknarstofu um ísbirni um 1934, sem var starfandi til ársins 1992 en enginn hefur búið þar síðan.

Sjá einnig: Sögulegar myndir sem fá hárin til að rísa

Myndir Dmitry hafa hlotið verðskuldaða athygli og hann hefur fengið ýmis verðlaun. Þið getið séð meira frá honum á heimasíðu hans og á Instagram.

SHARE