Þau eiga von á barni saman!

Cheryl (63) og Quran McCain (26) elska bæði TikTok og kynntust á þeim miðli og eru í dag, með milljónir fylgjenda. Þau gengu í hjónaband árið 2021 og er svakalega ástfangin og segjast vera með frábæra tengingu, innan og utan svefnherbergisins.

Þau eru hamingjusöm saman en þeim fannst eitt vanta í sambandið og það var barn. Núna er samt draumur þeirra um að eignast barn að rætast.

Þau hafa fengið staðgöngumóður sem er ófrísk núna og eru þau hjónin spennt fyrir nýju hlutverki sínu og hafa tilkynnt óléttuna á TikTok.

@oliver6060

It’s finally happening we’re startung our family @King 🤴🏾 Quran #fyp #agegap #couplegoals #surrogacy #update #baby #finally #thankgod #love #happiness

♬ original sound – Queen cheryl 👸

Margir hafa óskað parinu til hamingju og eins og sjá má eru þau mjög ánægð með þetta.

Þó Cheryl og Quran viti alveg að fólk sé að hneykslast á aldursmuninum á þeim en þeim er alveg sama hvað öðrum finnst. Quran segir: „Fólk segir við mig að ég sé með „ömmu minni“ og við munum aldrei geta átt börn saman.“

Cheryl sem á 7 börn frá fyrri samböndum segir: „Fólk þarf að eiga sitt eigið líf og hættið að reyna að taka mitt frá mér.“ 

SHARE