Þau fóru í lýtaaðgerðir til að líta út eins og Ken & Barbie

Valeria Lukyanova sem er 23 ára fyrirsæta breytti sér í Barbí. og þegar hún hitti holdi klæddan Ken þoldu þau ekki einu sinni að sjá hvort annað.    

 Valeria er orðin lifandi eftirmynd plastdúkkunnar Barbí, með sítt ljóst hár, mittismjó og brjóstastór.


Justin Jedlica (32 ára gamall) er búinn að eyða u.þ.b. £70,000 –  í skurðaðgerðir til að breyta sér í mennska útgáfu af Ken, kærasta Barbí  með fullkomna útlitið.

Þegar þau svo hittust við myndatöku í New York fóru þau strax í orðaskak um förðun og fegurðaraðgerðir.

Justin hafði þetta að segja um Valeríu. “Hún er lítið annað en andlitsfarði, gervihár og lífstykki til að sýnast grennri. Drag drottningar hafa löngum beitt sömu brögðum.  ”

Valeria svaraði fyrir sig og sagði:  “Justin var að rakka mig niður og hefur sjálfur farið í yfir 90 skurðaðgerðir en ég hef bara farið í eina“.

“Mér dettur ekki í hug að neita því að ég hafi farið í lýtaaðgerð. Ég lét bæta í brjóstin á mér af því mig langar til að vera fullkomin í útliti“.

“Hann ætti nú ekki að vera að tala um hver er með plast í sér og hver ekki. Mér finnst hann fallegur maður en það er heldur mikið í vörunum á honum“.

Myndir af Valeríu sem birtust nýlega á Netinu vöktu mikla athygli. Fólk gat ekki trúað því að þetta væri lifandi manneskja en ekki plastbrúða (gína).

Hún segist eiga marga aðdáendur og sé afar ánægð með að fólki finnist hún líta út eins og dúkka. Og hún bætti við: „ Mér finnst þetta svo ánægjulegt af því að dúkkan er ímynd hinnar fullkomnu konu. Það þykir engum slæmt að vera borinn saman við dúkku“.

Hvað er í gangi? talandi um að hafa brenglaða sjálfsmynd og láta undan þrýstingi!

Hér fyrir neðan getur þú séð myndir af “Ken og Barbí”

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here