Þau voru ekki sammála um hvar þau ættu að gifta sig, þannig að þau gerðu þetta í staðinn

Árið 2011 ákváðu enska parið Alex Pelling og Lisa Gant að gifta sig. En brúðkaupsáætlanir og skipulagning kallar á ýmsar spurningar og sú mikilvægasta getur verið staðsetningin: Hvar í heiminum er besti staðurinn til að gifta sig?
Staðráðin í að finna svarið við þeirri spurningu, pökkuðu þau saman, seldu fyrirtæki Alex og flestar eigur sínar og lögðu af stað í ævintýri lífsins þar sem þau skiptust á brúpkaupsheitum á óvenjulegustu og einstökustu stöðum sem þau gátu fundið.

married_around_world_20
England – það fyrsta af mörgum. 

Fram að þessu hafa þau ferðast í 27 ára gömlum húsbíl sínum til yfir 50 landa og skipts á brúðkaupsheitum á yfir 60 stöðum, þar sem að þau hafa fagnað og haldið heiðri við menningu og hefðir hvers staðar fyrir sig.

Af síðunni þeirra að sjá sýnist mér þau enn ekki hafa heimsótt Ísland og legg ég til að þau bæti úr því, brúðkaup í Bláa lóninu (algengt þegar ég var að vinna þar) eða á Vatnajökli er eitthvað sem þau verða að hafa með. Hei skiptir ekki máli, hvar sem er á Íslandi er einstakt.

Á heimasíðu sinni bjóða þau upp á brúðkaupsleik þar sem að heppinn þátttakandi sem styrkir UNICEF getur unnið ferð fyrir 2 til einhvers af tilvonandi brúðkaupsstöðum þeirra.

Facebooksíða

 

SHARE