Þegar börnin langar í ís – Gerðu þá þennan

Þegar sumarið er komið fer mörgum að langa í ís. Best væri ef maður gæti borðað ís alla daga, en við vitum svo sem að það getur verið ansi óhollt fyrir okkur. Það getur verið þægilegt að fara út í búð og kaupa ís á línuna, en þessi kostur er mun heilsusamlegri og algjörlega þess virði að prófa.

Sjá einnig: Bananar eru ekki bara góðir á bragðið

Taktu hýðið utan af nokkrum banönum, settu í poka og inn í frysti yfir nótt eða í að minnsta kosti 2 klukkustundir. Því næst skaltu setja þá í matvinnsluvél og blandaðu þá lengi og vel þar til þú ert kominn með dýrindis bananaís.

Þú getur notað alls kyns nammi til að setja ofan á ísinn, svo sem dökkt súkkulaði, kanil eða kex og svo má jafnvel setja eitthvað gúmmelaði út í matvinnsluvélina og blanda saman við bananana til að gera ísinn æsispennandi.

Frábær lausn fyrir lítil og stór mannsbörn sem vilja velja hollari kostinn.

https://www.youtube.com/watch?v=PIGt0lk14Kk&ps=docs

SHARE