Þegar draumar verða að veruleika

Ég tók ákvörðun í júlí um að láta gamlan draum rætast og skráði mig í förðunarnám og ég held að það sé ekki of sögum sagt að þessi ákvörðun hafi breytt lífi mínu. Kannski pínu dramatískt en satt engu að síður.  Þetta nám gerði mig sjálfsöruggari og í fyrsta skipti í langan tíma þá veit ég eitthvað hvað mig langar að verða þegar ég verð stór 😉

Einn af kennurunum í skólanum hvatti mig til að sækja um vinnu í MAC sem ég gerði og fékk vinnuna. Þannig að núna er ég í hlutastarfi í MAC og læri eitthvað nýtt þar á hverri vakt.  Í kjölfarið á þessu fékk ég kjarkinn til að byrja skrifa og trúi því að það sem ég hef að segja, eigi erindi við fleiri og úr varð að ég er byrjuð að skrifa fyrir Hún.is 🙂 Þannig að það er óhætt að segja að það séu miklar breytingar í gangi hjá mér og ég er bara spennt fyrir framtíðinni.

 

Það er alveg sama hvað maður er orðinn gamall það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast. Ef þig hefur alltaf langað að læra dansa, skráðu þig á námskeið og lærðu að dansa!

Fyrst ég gat þetta þá getur þú það  🙂

SHARE