Þegar kynlífið endar á bráðamóttökunni

Ástleitin pör taka upp á ýmsu til að krydda kynlífið en sumir ganga lengra en aðrir og detta fáránlegustu hlutir í hug. Eins og t.d. að setja lím á skapabarmana og troða bolta í endaþarminn. Vinkonur okkar hjá Cosmo báðu lesendur um að senda sér vandræðilegar sögur af mislukkuðu kynlífi og hér er brot af því besta.

Amma kom að þeim meðvitundarlausum

Ungt par var flutt meðvitundarlaust á gjörgæsluna eftir að amma drengsins hafði komið að þeim þar sem þau lágu líflaus í ástarstellingum. Parið hafði ætlað sér að stunda kynlíf í kjallaranum hjá ömmunni á meðan amman skrapp frá og gripið í næstu geltúpu í þeirri trú að túban innihéldi sleipuefni.
Þau hefðu betur sleppt því að leita að sleipuefni í lyfjaskáp ömmunar því túban innihélt nitroglycerin sem ætlað er hjartveikum einstaklingum og veldur því að blóðþrýstingur lækkar töluvert.
Parið vaknaði upp á bráðamóttökunni eftir að hafa fengið vökva og súrefni.

Sturtu kynlífið

„Við vorum að í sturtunni þegar fóturinn á mér rann til og ég datt fram fyrir mig með galopinn munninn og beint á kranann. Ég missti tvær framtennur og fleiri losnuðu. Það var blóð allstaðar. Mér tókst að klæða mig og fór á gjörgæsluna. Ég sagði þeim að ég hafði misstígið mig í sturtunni en ég hef ekki getað stundað kynlíf í sturtu síðan og ég held ég muni aldrei gera það“

Festist í sköpum hennar

Það hefur eflaust verið vandræðalegt fyrir parið sem var rúllað inn á bráðamóttökuna í einum sjúkrabedda. Parið hafði verið að skemmta sér og nota fíkniefni þegar það skellti sér í villta bólfimi. Í miðjum klíðum fékk konan vöðvakrampa í leggöngin með þeim afleiðingum að limur mannsins sat pikkfastur í klofi hennar.
Læknarnir gáfu konunni vöðvaslakandi og nokkrum mínútum seinna var maðurinn laus úr prísundinni. Þeim var þó ekki leyft að fara heim heldur var lögreglan kölluð til og þau handtekin fyrir fíkniefnaneyslu.

Lykillinn af vandræðaleikanum

Kona nokkur mætti á bráðamóttökuna í kvíðakasti eftir að hún hafði rifist við kærastann. Í bræðiskasti hafði hún hrifsað bíllyklana af manninum og troðið þeim upp í klofið á sér.
Þegar hún svo ætlaði að taka lyklana út fann hún þá ekki og dreif sig á móttökuna þar sem hjúkrunarfræðingur tók á móti henni og hjálpaði henni við leitina að lyklunum.
Hvorug þeirra fann þá og eftir mikla leit í sköpum konunar komust þær að þeirri niðurstöðu að lyklarnir hlytu að hafa dottið úr klofi konunnar.

Perlur að hætti 50 grárra skugga

„Þetta átti allt rætur sínar að rekja til 50 grárra skugga en ég talaði mikið um bókina við kærastann minn,“ segir lesandi Cosmo í bréfi til þeirra. „Það var skál nálægt okkur sem var full af litlum silfur lituðum kúlum sem minntu á eitthvað sem þú gætir keypt í raftækjaverslun í verslunarmiðstöðinni. Kúlurnar voru segulmagnaðar og hengu saman þar til þú tókst þær í sundur og voru á stærð við stórann skopparabolta.
Til að krydda upp á kynlífið tók kærastinn minn nokkrar af kúlunum og setti þær inn í mig. Þegar kom að því að fjarlægja þær sat ein föst. Við gátum fundið fyrir henni og hreyft hana fram og til baka en við urðum að fara á gjörgæsluna til þess að fá aðstoð við að fjærlægja kúluna.“

Pylsan

„Ég fékk sjúkling til mín sem þjáðist af magakrampa. Sjúklingurinn reyndist vera gamall bekkjarfélagi en í stað þess að gleðjast yfir því að sjá mig fór hún hjá sér og varð mjög vandræðaleg.
Hún játaði að hún þjáðist ekki af magakrömpum heldur væri eitthvað fast í henni.
Nokkrum klukkustundum áður hafði hún tekið frosna pylsu úr frystinum og hitað hana í örbylgjuofninum með það í huga að nota pylsuna eins og kynlífsleikfang. Við hitunina þyðnaði pylsan  og þegar konan stakk henni onn brotnaði hún og bitinn sat eftir.
Ég fjærlægði pylsubitan en ég efast stórlega um að hún muni geta horft framan í mig á næsta endurfundi skólans“

Sjálfsöryggi gaurinn

Maður nokkur mætti á bráðamóttökuna. Þegar læknirinn bað hann um að lýsa vandræðum sínum teygði maðurinn sig í tösku, dró upp bækling með kynlífsleikföngum og benti á straumlínulagað leikfang á einni blaðsíðunni.
Maðurinn blikkaði síðan lækninn og sagði: „Ég get sýnt þér hvað er þarna inni en sjáum hvort þú getir ekki náð því út“. Læknirinn yfirgaf svæðið í hláturskasti en kom þó aftur til þess að fjarlægja kynlífsleikfangið.

Veiddu

„Það kom maður til okkar sem sagði að kærastan hefði reynt að mæla hitann hjá honum í gegnum endaþarminn og týnt hitamælinum. Ég sá glitta í glerið og byrjaði að fjarlægja hitamælinn. Þetta var hitamælir, svo mikið var víst en mælirinn var ætlaður fiskabúrum og var lengri en 30 cm“

Boltaleikurinn

„Ungur maður kom til okkar og sagði okkur frá því að í hita leiksins hafði konan gripið miðlungsstórann bolta úr gúmmíi og komið honum fyrir í endaþarmi hans. Boltinn hafði svo farið á flakk og farið lengra upp. Þau gátu ekki losað boltann og við gátum það ekki heldur. 
Við kölluðum því til skurðlækni og þegar skurðlæknirinn var að koma fór maðurinn að hósta. Í miðju hóstakastinu flaug boltinn út um rassinn á manninum með slíku afli að hann lenti í andlitunu á skurðlækninum sem var að ganga inn um dyrnar.“

Límið

„Þegar ég var í háskóla notuðum við kærastinn stundum sleipiefni sem hitnuðu. Eitt kvöldið höfðum við bæði fengið okkur í glas og ég sagði honum að sækja sleipiefnið sem var á skrifborðinu mínu. Hann setur það svo á mig en fljótlega áttum við okkur á því að ekki sé allt með feldu. Einhvernveginn tókst honum að ruglast á sleipiefni og lími
Honum tókst að slíta fingur sína lausa en partur af fallegu, nývöxuðu pjöllunni minni sat límdur samann.
Þetta var svo vont að ég varð að fara á spítalann og ég hringdi  meira að segja í mömmu til að fá hana til þess að koma og hugga mig“

SHARE