Þegar það er allt í lagi að vera ALVEG SAMA

Margir eiga ekki erfiðleikum með það að vera alveg sama en um leið allt of mörgum sem er alveg sama. 

Fyrir þá sem samviskan nagar eru þessi orð til að hífa þig aðeins upp og láta þig sjá málin í örlítið breyttara ljósi. Það gæti komið sér vel fyrir þig og gert þig sterkari án þess að skerða siðferðislegt gildismat þitt.

woman-walking-away-alone

1. Þegar þú hefur áhyggjur af því hvað öðrum finnst

Dansaðu bara eins og enginn sé að horfa. Þú getur ekki stjórnað því hvernig aðrir horfa á þig, bara hvernig þú sérð sjálfa/n þig. Það er engan tíma að missa og þú skalt hugsa um þína eigin hamingju, í stað annarra. Það eiga aldrei allir eftir að vera samþykkir öllum þínum gerðum, en þau þurfa að lifa með því og þú líka! Gerðu það sem þig langar til að gera. Hoppaðu þess vegna út í vatn í öllum fötunum ef þig langar til þess!

Sjá einnig: 15 ástarsambönd sem þarf að stoppa

2. Þegar þér er hafnað fyrir eitthvað sem þú hefur enga stjórn á

Hvort sem það er sætur gaur á bar sem hefur ekki áhuga á þér eða þú fékkst ekki starfið sem þú óskaðir þér, skaltu ekki láta það stoppa þig í því sem þig langar til að gera. Þú getur ekki stjórnað gaurnum á barnum eða vinnuveitandanum og líkurnar á því að þú verðir fyrir slíkri höfnun í lífinu aftur, eru sérlega háar. Hoppaðu aftur upp á hestinn og láttu ekki smá mótlæti á þig fá.

3. Þegar þú munt aldrei sjá einhvern aftur

Við höfum öll upplifað það að hitta einhvern sem við hefðum betur viljað sleppa því að hitta. Það gæti verið einhver dóni sem var að glápa á þig eða einhver sem treðst fram fyrir þig í röðinni á klósettinu, þegar þú ert búin/n að vera að bíða að eilífu eftir að komast að. Það er fullkominn tími til að vera alveg sama, þegar þú veist að þú munt líklegast ekki sjá manneskjuna aftur. Láttu bara vaða og láttu þau heyra það. Segðu frekjunni að bíða þar til röðin er komin að henni og segðu dónanum að hætta að glápa á þig.

4. Þegar þú veist að þú ert að gera rétta hlutinn

Það er ekkert að því að vera alveg sama þegar þú veist að gjörðir þínar eiga rétt á sér. Lifðu lífinu svolítið, prófaðu að sýna aðeins minna tillit til þeirra sem sýna þér ekki virðingu. Stundum þarf maður að beygja siðferðislegar reglur til að koma skilaboðunum áleiðis.

Sjá einnig: Hvernig er hægt að laga brotin sambönd og byrja upp á nýtt?

5. Hvað sem það er sem hagnast þér líkamlega, andlega eða tilfinningalega

Passaðu þig á því að það sem þú ert að gera hafi ekki skaðleg áhrif á þig. Hvað sem það er eða hvaða manneskja sem það er, sem er að tæma orkuna þína og fara illa með þig og neyðir þig til þess að verða aumkunarverður uppvakningu, láttu það og þau bara gossa og haltu áfram. Gerðu hvað sem þú þarft til að ná heilsunni þinni og þér sjálfri eða sjálfum til baka. Farðu í hugleiðslu þegar þú hefur tíma eða dragðu djúpt inn andann. Segðu vini þinni eða vinkonu að hætta að hella yfir þig ósköpum varðandi fyrrverandi eða önnur vandamál og segðu þeim að nú er komið nóg og tími til að halda áfram. Þú verður að halda þínu jafnvægi og ef það tekur það að þurfa að vera alveg sama um eitthvað, þá verður bara að hafa það.

6. Þegar endanleg niðurstaða verður hvort eð er sú sama.

Þegar óhjákvæmilegur endir á einhverju bíður þín með þolinmæði hvort eð er, eða þegar þú ert fastur eða föst í sama farinu, ætti þér að vera fyllilega frjálst að láta það gossa. Taktu þér taki og lífið gæti brosað við þér og orðið mun áhugaverðar í kjölfarið.

SHARE