Þeim var sagt að láta eyða fóstrinu – Þau gerðu það ekki!

Grainne og Nathan Evans vissu að barnið þeirra myndi fæðast án nefs. Þau lásu um fæðingargallann og í fræðsluefni um hann var mælt með því að láta eyða fóstrinu. Það var af þeim sökum sem þau ákváðu að segja sína sögu opinberlega og þau vilja gefa fjölskyldum, í svipuðum sporum, von.

Tessa, dóttir Grainne og Nathan fæddist án nefs og er það mjög sjaldgæft og hafa aðeins 47 tilfelli verið skráð. Fjölskyldu Tessa fannst stærsta hindrunin, varðandi þetta allt, ekki vera fæðingargallinn sjálfur, heldur skortur á upplýsingum um hann.

Grainne sagði í samtali við Telegraph að í lesefni um þennan fæðingargalla standi: Þessi börn eru veik fyrir, andlega og líkamlega og best er að enda meðgönguna. Grainne segir að þetta sé rangt að svo mörgu leyti:

„Alveg síðan við komum með hana heim hefur hún vaxið og dafnað með hverjum deginum, brosir mikið og því meira sem hún blómstrar því minna tekur maður eftir því sem gerir hana öðruvísi en aðra,“ segir móðir Tessa. Litla stúlkan mun fá gervi nef sem þarf að skipta um á nokkurra ára fresti eftir því sem hún stækkar og þroskast.

„Þetta hefur verið erfitt en á sama tíma alveg ótrúlegt ár, sem við höfum fengið að fylgjast með litla barninu okkar og við vitum að þetta er bara rétt að byrja. Hún hefur sigrast á svo mörgu nú þegar og hefur farið fram úr væntingum okkar oft og mörgum sinnum. Hún heillar alla sem hún hittir upp úr skónum,“ segir Grainne.

SHARE