Þeim var sagt að þær væru of ljótar fyrir Hollywood

Hollywood iðnaðurinn getur verið grimmur og á það til að setja staðlana fyrir okkur, hvað varðar fegurð. Margir komast ekki lengra en í dyragættina í áhorfendaprufunum vegna þess að þeim er sagt að þau hafi ekki þá fegurð sem þykir henta í hlutverkið og þar með vísað á bug.

Þessar stjörnur hafa fengið sinn skammt af mótlæti en sýndu þeim sem höfðu eitthvað ljótt að segja hvernig á að gera þetta.

 

Meryl Streep: 

Hún hefur unnið til 18 óskarsverðlauna en árið 1978 var henni hafnað hlutverk í kvikmyndinni King Kong. Framleiðandinn Dino De Laurentiis sagði syni sínum á ítölsku “af hverju komstu með þessa ljótu manneskju til mín”, en Meryl svaraði fullum hálsi á ítölsku “mér þykir leitt að ég er ekki nógu sæt til að vera í King Kong”

2

Reese Witherspoon:

Eftir að hafa verið sagt aftur og aftur að hún væri annað hvort ekki nógu sæt, hávaxin eða nógu gáfuð þegar hún kom fyrst til Hollywood, þá afsannaði hún þau öll upp til hópa. Hún viðurkennir að hún hafi verið of þrjósk til að vera ekki sama um skoðanir þeirra og hún hafði rétt fyrir sér.

3

Chrissy Tiegen:

Snemma á ferli hennar var hún ráðin af Forever 21 í myndatöku, en myndirnar voru sendar í umboðið hennar og kvartað var yfir því að hún væri of þung. Sports Illustrated sundfata eintakið var ekki sammála Forever 21 og sýnir það sig í afgangi af ferli Chrissy.

4

Mindy Kailing:

Henni var eitt sinn boðið að mæta í áhorfendaprufu til þess eins og vera sagt að hún væri ekki nógu falleg. Það var áður en hún byrjaði sína eigin þætti The Mindy Project og hafa þeir verið farsælir, þrátt fyrir að henni hafði verið sagt að hún væri ekki nógu sæt fyrir sína eigin þætti.

Sjá einnig: Sætar stelpur gera sig ljótar – Myndir

5

Kat Dennings:

Henni var sagt að breyta öllu, allt frá tönnunum sínum, litarhafti, þyngd og fleira til að fá betri hlutverk. Sem betur fer veit hún hversu falleg hún er og að þrjóska hennar borgaði sig.

6

Sarah Jessica Parker:

Hún var einu sinni kostin ókynþokkafyllsta lifandi konan af Maxim. Sex and the City stjarnan hefur verið gagnrýnd fyrir útlit sitt allan feril sinn, en árið 2008 átti Maxim vinninginn um glataðan titil.

7

Jessica Chastain:

Henni var sagt að hún væri ekki nógu sæt og að hún ætti að verða ljóshærð. Samkvæmt henni hefur fólk aðeins sagt henni nýverið að hún sé aðlaðandi og henni var reglulega sagt að hún yrði að skipta um háralit svo hún gæti fengið fleiri hlutverk.

8

Lea Michele

Henni var sagt af umboðsmanni sínum að láta laga á sér nefið eins fljótt og auðið er þegar hún var 13 ára. Hún gerði það ekki og fékk síðar hlutverk óvinsælu stelpunnar í Glee. Henni hefur vegnað vel án þess að breyta sér

.

9

Winona Ryder

Þegar hún var í miðri áhorfendaprufu var henni sagt að hún væri ekki “meðidda” og ætti að fara heim eða í skóla í staðinn fyrir að reyna að verða leikkona. Hún þakkar foreldrum sínum fyrir að auka sjálfstraust hennar til að komast yfir þessa leiðinlegu prufu og alltaf að muna verðmæti sitt.

11

Nia Vardalos

Umboðsmaður hennar sagði henni að hún myndi ekki komast neitt áfram og hætti að vinna fyrir hana. Nia sagði að umboðsmaðurinn hafði sagt að hún væri ekki nógu feit til að vera karakterleikkona og ekki nógu falleg til að fara með aðalhlutverk og að þau ættu engin grísk hlutverk og þar með lét hann hana gossa. Hún notfærði sér ruglið í manninum og gerði sína eigin grínmynd eða My Big Fat Greek Wedding

Sjá einnig:Stjörnurnar lesa ljót tweet um sjálfar sig – Myndband

12

Minka Kelly

Playboy kanína sem ætlaði að hjálpa henni að koma ferli henni af stað þegar hún var 19 ára, sagði við hana að hún yrði að fara í margar lýtaaðgerðir og heimtaði að hún yrði að hitta lýtalækni í nokkrar vikur.  Minka neitaði og fékk hlutverk í Friday Night Lights í staðinn.

13

Sjá einnig:Var sagt að sætta sig við hlutverk feitu stelpunnar

Lizzy Caplan

Henni var sagt að hún væri ekki nógu sæt fyrir sjónvarp en hún er glöð að það tók tíma sinn fyrir hana að verða fræg, svo hún hafði tíma til að aðlagast Hollywood lífinu

14

SHARE