Þekkir þú einkenni meðvirkni?

Meðvirkni er orð sem flestir hafa heyrt, mjög margir nota en vita allir hvað meðvirkni er og hvernig hún lýsir sér?

Ég hef heyrt fólk tala um að það sé meðvirkni að vera góður við aðra ég hef líka heyrt fólk segja að ef maður er meðvirkur þá komi maður illa fram og allskonar fleiri lýsingar.

Eins og ég skil meðvirkni er meðvirkni ástand þar sem einstaklingur er farin að skaða sjálfan sig við að bjarga öðrum og eins einstaklingur sem getur ekki sett heilbrigð mörk, heldur kanski bara tuðar og tuðar yfir hlutunum en gerir svo ekkert til að breyta því. Er eiginlega fastur í einhverskonar mynnstri.

 

Ég fór og skoðaði hvað okkar helstu fræðimenn á sviði meðvirkni segja um fyrirbærið.

Díana Ósk Óskarsdóttir sjúkrahúsprestur hefur til langs tíma fræðst um meðvirkni sem og unnið við að hjálpa fólki að átta sig á eigin meðvirkni sem og að kenna leiðir til að breyta hegðun frá meðvirkni yfir í heilbrigða hegðun.

Díana er einn af okkar fremstu sérfræðingum á sviði meðvirkninnar.

„Hún hefur skrifað inn á Vísindavef Háskóla Íslands”

Greinargóða lýsingu á þessu fyrirbæri.

 

 

 

Hér eru 5 atriði sem eru kjarnaeinkenni einstaklings sem er meðvirkur:

  1. Erfiðleikar við að upplifa gott og heilbrigt sjálfsmat. Einstaklingurinn á með öðrum orðum erfitt með að elska sjálfan sig.
  2. Erfiðleikar við að setja heilbrigð og virk mörk, það er einstaklingurinn á erfitt með að vernda sjálfan sig.
  3. Erfiðleikar við að eiga og tjá eigin veruleika, það er að segja einstaklingurinn á erfitt með að þekkja sjálfan sig, hugsanir sínar og tilfinningar og deila þeim með öðrum.
  4. Erfiðleikar við að gangast við og sinna eigin þörfum og löngunum, það er einstaklingurinn á erfitt með eigin umönnun.
  5. Erfiðleikar við að upplifa og tjá eigin veruleika af hófsemi, það er einstaklingurinn á erfitt með að koma fram með viðeigandi hætti miðað við aldur og aðstæður.

Birtingamynd þessara kjarnaviðhorfa kemur fram á eftirfarandi hátt:

  1. neikvæð stjórnun. Meðvirklar gefa sér leyfi til þess að ákvarða raunveruleika annarra fyrir eigin þægindi. Þeir reyna annars vegar að stjórna öðrum með því að segja þeim hvernig þeir ættu að vera og hins vegar með því að þóknast þeim.
  2. Gremja. Meðvirklar nota gremju sem fánýta leið til að reyna að vernda sjálfa sig og öðlast sjálfsvirðingu.
  3. Skert andleg geta, brengluð eða engin andleg viðleitni. Meðvirklar gera annað fólk að sínum æðri mætti í gegnum hatur, ótta eða dýrkun eða þeir gera tilraun til að eignast æðri mátt annarra.
  4. Flótti frá raunveruleikanum, fíknir eða andlegir og líkamlegir sjúkdómar. Manneskja, sem á ekki í góðu sambandi við sjálfa sig, getur búið við svo mikinn sársauka hið innra að hún leitar lausna í fíknihegðun til þess að deyfa sársauka sinn með skjótvirkum hætti.
  5. Skert geta til að viðhalda nánd við annað fólk er eitt aðaleinkenni hins meðvirka. Nánd felur í sér að tveir eða fleiri deila veruleika sínum án þess að reyna að breyta honum eða dæma. Meðvirklar, sem eiga erfitt með að greina hverjir þeir eru, geta ekki deilt veruleika sínum á viðeigandi hátt og þar með ekki verið nánir öðrum.

Ef þú tengir við eitthvað af þessu er ráð að að skoða greinin hennar inn á vísindavefnum betur en þar bendir hún jafnframt á leiðir sem koma að gagni til þess að takast á við eigin meðvirkni.

 

Þessi grein er unnin með samþykki Díönu og notaðar eru heimildir:

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=67282

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here