Þekkir þú karma? – 8 litlu lögmálin sem fáir vita

Ef maður þarf að útskýra fyrir barni hvað karma er myndi það hljóma svona: Lífið þitt er eins og Box. Þegar þú gerir eitthvað gott, setur þú eitthvað gott í kassann. Þegar þú gerir eitthvað slæmt, setur þú slæmt í kassann og það sama á við hlutlaus atriði. Karma er kraftur heimsins sem gefur þér hluti úr boxinu, svo því betri sem þú ert, þeim mun meiri líkur eru á því að þú fáir góða hluti úr boxinu.

Sjá einnig: Orkustöðvar: Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar?

mynd

Karma er samt ekki svo einfalt, það er flókið hugtak en um leið bregst það við gjörðum okkar sérstaklega. Það eru 8 lögmál í karma, sem gott er að þekkja, því það getur haft áhrif á líf þitt.

1. Lögmál auðmýktar

Lögmál auðmýktar segir að þú munt aldrei breyta neinu ef þú neitar að sætta þig við hlutina. Ef við sjáum andstæðu okkar sem óvin okkar, erum við ekki að einblína á okkar efra svið í tilverunni og við munum ekki geta komist almennnilega áfram í lífinu.

2. Lögmál tilvistarinnar

Lögmál tilvistarinnar segir að atriði í lífi þínu gerast ekki að ástæðulausu, en um leið krefst það þáttöku þinnar. Það sem við drögum að okkur, endurspeglar ástand innri manneskju þinnar. Við erum heimurinn. Við verðum að muna að vera við sjálf og umvefja okkur því sem við viljum í lífinu.

Sjá einnig: Langar þig til þess að ýta á ,,endurræsa“?

3. Lögmál vaxtar og þroska

Lögmál vaxtar segir að ef við viljum að sálin okkar þroskist, verðum við að breytast, en ekki fólkið og hlutirnir í kringum okkur. Við þurfum að þroskast og breytast inni í okkur, ekki að utan. Þegar við breytum hjörtum okkar, breytum við veröldinni okkar.

4. Lögmál ábyrgðar

Lögmál ábyrgðar segir að ef það er eitthvað að í lífi þínu, þá í rauninni er eitthvað að þér. Það sem er í kringum okkur, er okkar spegilmynd, svo þegar allt kemur til alls verður þú að breyta þér til þess að fá það sem þú vilt. Þú verður að taka ábyrgðina á þér.

5. Lögmál tengingarinnar

Lögmál tengingarinnar segir að þó að tvö atriði eru ekki tengd, þá eru þau það samt. Allt í heiminum tengist saman. Hægri fóturinn tekur skref á eftir vinstri fætinum. Sama á við um fortíðina, nútíðina og framtíðina, það tengist allt saman.

6. Lögmál gjafar

Lögmál gjafar segir að þú verður að gefa í lífinu til að fá. Ef þú safnar upp og heldur í það sem betur mætti fara í heimi þínum, ertu í raun að krossleggja hendurnar þínar, hurðirnar eru læstar og þú munt ekki geta lokað kaflanum sem þú ert í. Ef þú vilt byrja á nýjum kafla, þar sem þú ert frjáls og heimurinn er fallegur, verður þú að gefa af þér til að fá.

7. Lögmál einbeitningarinnar

Lögmál einbeitningarinnar segir að þú getur ekki einbeitt þér fyllilega að tveimur hlutum í einu. Það sanna vísindin meira að segja, því þau segja að við getum aðeins hugsað um einn og hálfan hlut í einu. Þetta er það sem lætur okkur eiga samskipti. Til dæmis ert þú að hlusta á það sem hin manneskjan er að hugsa þegar þau eru að tala. Það skiptir líka máli að hugsa áður en þú talar.

Sjá einnig: Andleg vanlíðan og líkamlegir verkir

8. Lögmál viðverunnar

Lögmál viðverunnar segir að það er mikilvægt fyrir okkur að horfa til fortíðarinnar til að sjá hvert við erum að fara. Það er jafn mikilvægt að vera í nútíðinni og hafa ekki áhyggjur af framtíðinni.

Heimildir: higherperspectives.com

SHARE