Þekkirðu fórnarlamb eltihrellis? Hjálpaðu til og þekktu einkennin

Eltihrellir er frekar nýlegt orð, það er þýðing á enska orðinu Stalker.

Til eru allavega 7 gerðir af eltihrellum.

  1. Heimilishrellirinn. Hann hrellir fyrrverandi maka þegar sambandið endar. Hann hatar höfnun og verður viðskotaillur, hann er ekki bara sjálfmiðaður og afbrýðisamur, heldur líka ofsalega dóminerandi og þrjóskur.
  2. Reiði hrellirinn. Honum finnst hann niðurlægur eftir að sambandið endar og leitar hefnda.
  3. Skráargatshrellirinn. Hann liggur og njósnar um sitt fólk, en gerir aldrei neitt annað í því, en notar eftirlitsgræjur, gps og myndavélar til að fylgjast með.
  4. Nándarhrellirinn. Hann vill heitast af öllu, nánd og rómantík við fórnarlambið, en þegar honum er hafnað, sendir hann óteljandi sms, tölvupósta og bréf, hann jafnvel kemur í veg fyrir sambönd fórnarlambsins við aðra menn.
  5. Náttúrulausi hrellirinn. Hann skortir félagslega hæfni og heldur að fórnarlambið vilji hann og skilur ekki afhverju fórnarlambið vill hann ekki.
  6. Celeb stalkerinn, sá sem eltir fræga fólkið.
  7. Tölvuhrellirinn. Sá sem notar internetið til að niðurlægja, koma fólki í vandræðalega stöðu gagnvart vinnuveitendum, sendir jafnvel pósta á yfirmenn fólks og reynir að einangra fólk félagslega með því að „afhjúpa“ það, til þess að fram hefndum.

Hægt er að vera í næstum öllum þessum flokkum á sama tíma og við skulum fara aðeins út í það.

Ástæða fyrir því að heimilishrellirinn verður reiði hrellirinn, skráargatshrellirinn, nándarhrellirinn og tölvuhrellirinn, er vegna þess að hann er að ganga í gegnum ákveðin stig.  Eltihrellirinn sem er á þessum stað, er venjulega með alvarlega persónuleikaröskun. Hann mögulega kemur ágætlega út á yfirborðinu, talar mikið og smjaðrar, en er rosalega lúmskur með þessa eltihrellingahlið sína.

En við skulum ekki dvelja of lengi við eltihrellinn sjálfan.

Áhrif eltihrellinga á líf fórnarlamba eru gífurleg.

Þolendur fá oft að heyra sagt í algjöru skilningsleysi. Já er hann bara á glugganum hjá þér. Hættu bara að pæla í því. En þetta er ekki svona einfalt.

Stephen Noffsinger , MD skrifaði góða grein 2015 og birti hana í Current Psychiatry. Hún heitir: What stalking victims need to restore their mental and stomatic health.

Hún fjallar um áhrif eltihrellinga á einstaklinga (í langflestum tilfellum konur). Hér verður stiklað á henni lauslega.

Fórnarlömb eltihrella, hafa verið rannsakaðir og þau hafa svipaða sögu að segja. Þetta gjörbreytir lífi þeirra. Þau búa við líkamlegan, félagslegan og andlegan skaða. Þau upplifa breytingar á skapi, kvíða og áfallastreituröskun sem þarf gríðarlega meðhöndlun. Það sem þau finna oftast fyrir er ótti, depurð, niðurlægingu, vantraust gagnvart öðrum, reiði og jafnvel hatur. Þau upplifa að vera í stöðugu áfalli, sem endar með algjörri kulnun.  Mörg fórnarlömb upplifa ofsalegt vantraust gagnvart öðrum. Það kemur líka á óvart að konur sem hafa þurft á aðstoð yfirvalda í eltihrellismálum eftir fyrrverandi maka eru margfalt líklegri til að upplifa gríðarlega mörg einkenni og sérstaklega langvarandi kulnun, ásamt ofsakvíðaköstum og miklum líkamlegum heilsubresti.

Hvað er hægt að gera fyrir þann sem hefur lent í þessum aðstæðum? Það getur vel verið að þú hafir bara lauslega heyrt af því hvað eltihrellirinn gerði, kannski bara eina sögu. En það getur stafað af því að fórnarlambið „triggerast“ við að rifja upp atburðinn og það hleypir af stað ýmsum líkamlegum og andlegum einkennum sem eru óþægileg.

Ef þú veist af því að manneskja hefur lent í eltihrelli, bentu henni á að leita sér hjálpar. Til eru margar leiðir, en það verður að hitta á réttu aðilana. konurnar í Bjarkarhlíð eru t.d. mjög vanar og góðar að hlusta, og heilbrigðiskerfið er að opnast mjög á þetta líka.

Aðalmálið er að finna leið út úr þessu til þess að eiga möguleika á eðlilegu lífi.

SHARE