Theodór Ernir 13 ára setur gott fordæmi fyrir alla landsmenn á tímum Covid 19

Theodór Ernir er 13 ára strákur úr Hafnafirði og hann fékk þá frábæru hugmynd að nota tíman til góðs á meðan þetta undarlega ástand ríkir í heiminum á meðan Covid 19 gengur yfir.

Hann stundar fótbolta og veit því hve mikilvægt er að fara út og hreyfa sig á meðan engar æfingar eru.

Theodór Ernir

Honum er annt um jörðina og ákvað því að þetta væri góður tími til að sinna jörðinni og tók sig til og hreinsaði fjöruna fyrir neðan heimili sitt í firðinum fagra.

Á facebook síðu móður hans kom eftirfarandi færsla:

” Þessi ungi maður ákvað að nýta fríið í að hreinsa til umhverfinu og tíndi ruslið í fjörunni okkar og ekki veitti af en hann fyllti 1 svartan ruslpoka á aðeins 20 m svæði. Við hvetjum alla að nýta þennan mikla frítíma sem við höfum þessa dagana og hreinsa til í kringum okkur ”

Theodór Ernir gaf leyfi fyrir birtingunni hér á Hun.is

Vel gert Theodór Ernir og takk fyrir þetta frábæra framtak, vona að sem flestir taki þig til fyrirmyndar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here