Abercrombie & Fitch er amerísk fatakeðja sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim.  Fyrirtækið er þó umdeilt meðal annars vegna ummæla forstjórans um að fötin væru einungis fyrir vinsælu og fallegu krakkana. Hann sagði einnig að þeir réðu bara inn fallegt fólk til að laða að fallegu kúnnana.
Mikið af fræga fólkinu hefur prýtt auglýsingar fyrirtækisins meðal annars leikkonan Jennifer Lawrence, Emma Roberts og Ashton Kutcher.
Margir leikarar og söngvarar hafa hins vegar fordæmt stefnu fyrirtækisins og segja að hún ýti undir fordóma og einelti.

SHARE