Þessar þrjár fæðutegundir koma í veg fyrir beinþynningu

Beinin okkar eru undirstaða líkama okkar, en þau geta verið brothætt. Eftir því sem við eldumst slitna bein okkar og með beinþynningu, geta þau orðið mun brothættari en áður. Það eru þó nokkrar fæðutegundir sem geta hjálpað þér við að halda beinum þínum heilbrigðari og gætu hægt á beinþynningarferlinu.

Sjá einnig: Gætir þú átt í hættu að fá beinþynningu?

 Brokkoli: Þegar við hugsum um fæðutegundir sem gera bein okkar sterkari, hugsum við eflaust fyrst og fremst um mjólkurvörur. Hins vegar er brokkolí ein besta fæðutegundin til að stuðla að heilbrigðari og strekari beinum. Það er hlaðið steinefnum og próteinum, ásamt því að innihalda kalk. Best er að borða það hrátt, til að fá alla þá næringu úr því sem það hefur að bjóða.

Sjá einnig:Langvinnur kalkskortur getur haft alvarlegar afleiðingar

Sesemfræ og jógúrt: Það er áhugaverð samsetning, en aftur á móti frábær blanda til að viðhalda sterkum beinum. Saman gefa þessar fæðutegundir þér mikið magn af kalki, magnesíum, selen og kopar. Best er að borða blönduna á morgnana á fastandi maga.

 

Þroskaðir bananar: Mjög þroskaðir bananar eru sneisafullir af hollum steinefnum, eins og kalki, kalíum, magnesíum og fólinsýru. Þau hjálpa til við að viðhalda þéttleika beinanna. Þú getur jafnvel skorið þá í bita og þurrkað þá, til þess að eiga þá sem snarl hvenær sem er.

Sjá einnig: Matur fyrir hraust bein

SHARE