Þessar voru best klæddar að mati Vogue

Tískuritin vestanhafs loga þessa stundina af fregnum sem tengjast rauða dreglinum; hverjir voru hvar í nótt sem leið og hverju fræga fólkið klæddist á Golden Globes verðlaunahátíðinni.

Vogue fer að venju í fararbroddi og hefur birt veigamiklar umfjallanir – sem öllum er ætlað að tíunda hverri á sína vegu – hvernig til tókst og hverjir slógu í gegn.

Þannig má á vefsíðu hins bandaríska Vogue bera glæstustu kjólana augum og nú stendur þannig yfir kosning sem lesendur geta tekið virkan þátt í – sem ætlað er að skera úr um hvaða stjörnur þóttu bera af sökum glæsileika, fegurðar og smekkvísi.

Eitt er víst, að galakjólarnir voru með fegurra móti í ár og í myndasafni hér að neðan má sjá tíu best klæddu stjörnurnar á rauða dreglinum i gærkvöldi að mati sérfræðinga Vogue.

Viltu sjá meira? Á Vogue er að finna kosningasíðu þar sem þú getur veitt atkvæði: Smelltu HÉR

Tengdar greinar:

Jóhann Jóhannsson vann Golden Globe-verðlaun

Þessi hrepptu Golden Globes verðlaunin í nótt

 

SHARE