Þessari borg var eytt árið 1992 – Þarna bjuggu 33.000 fjölskyldur í rúmlega 300 blokkum!

Þéttbýlasti staður á jörðu er innan borgarmúra Kowloon þar sem 50.000 manns dró fram lífið. 

Kandíski ljósmyndarinn Greg Girard tók þessar myndir af stað sem eitt sinn var þéttbýlasta staður jarðar og sýna þær ljóslega hvernig fólkið bjó. Þeir voru fimm ár að ná þessum myndum áður en bænum var bókstaflega eytt 1992. Þarna bjuggu 33.000 fjölskyldur í rúmlega 300 blokkum sem hafði verið hrúgað upp án þess að nokkurs öryggis væri gætt.

Í Kowloon var mjög mikið um glæpi og eiturlyfjaneyslu en þó bjuggu þarna líka fjölskyldur sem lifðu eðlilegu fjölskyldulífi.

Það var þröngt búið.

 

Ljósmyndarinn segir að það hafi komið sér á óvart þegar hann fór að kynnast bænum að þar var furðu gott skipulag þó að við fyrstu sýn hafi sér fundist allt vera í óreiðu. Upphaflega settust hermenn þarna að á dögum Song stjórnendanna og áttu þeir að verja svæðið fyrir sjóræningjum. Þá var þar mikil saltframleiðsla og síðan lögðu Bretar svæðið (Hong Kong) undir sig.

Í seinni heimsstyrjöldinni lögðu Japanir Hong Kong undir sig og rifu sum húsin til að fá byggingarefni í flugvöllinn sem þeir lögðu. Þegar Japanir hurfu frá staðnum settist fjöldi fólks að þar. Þarna varð höfuðvígi glæpasamtaka og fíkniefnasölu sem kínverskir glæpamenn ráku til ársins 1974.

 

Þeir sem bjuggu ofarlega i byggðinni flúðu oft upp á þak til að fá svolítið frískt loft. Mörg húsanna voru gluggalaus.

Borgin var orðin fræg um 1980 fyrir hóruhúsin, spilavítin, kókaín- og ópíumbúllur. Það voru líka vagnar þar sem réttir úr hundakjöti voru seldir og margir samviskulausir tannlæknar sem sluppu undan réttvísinni þó að þeir gerðu mörg og alvarleg mistök.

Þar kom sögu að hvorki Kína né Bretland vildu taka ábyrgð á ástandinu þarna. Fólk reyndi að leita sér skjóls uppi á húsþökunum og þar reyndi það að vera með börnin að leyfa þeim að leika sér í skárra lofti en var niðri í íbúðunum.

Að lokum varð að samkomulagi milli Bretlands og Kína að leggja borgina í rúst, lífsaðstæður þar væru ekki mönnum sæmandi.  Fólk fékk aðstoð frá ríkinu til að koma sér fyrir annars staðar og búið var að rífa öll húsin 1992.

Á svæðinu voru um 300 blokkir sem allar voru tengdar. Þeim var hrúgað upp án þess að nokkurs öryggis eða reglna væri gætt.

Mörg þúsund manns lifðu sínu lífi þarna, sættu sig við það rými sem í boði var og reyndu að rækta blóm og þvo þvottinn sinn á svölunum á efri hæðunum.

Þar kom að breskum og kínverskum yfirvöldum fannst ólíðandi að fólk væri í þessari borg jafnvel þó glæpum hefði fækkað.  Hér má sjá ótrúlegar myndir af þessari borg:

Heimilid

SHARE