Þessi er alveg eins og pabbi sinn!

Sonur Arnold Schwarzenegger, hann Joseph Baena, langar til að fara að leika. Samkvæmt RadarOnline er hann staðráðinn í að verða stærsta ofurhetja samtímans. 

„Joseph líkist pabba sínum mjög mikið, bæði í útliti og töktum,“ segir heimildarmaður RadarOnline og bætir við að Joseph sé með það á heilanum að byggja upp líkama sinn og komast einhversstaðar í aðalhlutverk, með eða án hjálpar föður síns.

Eins og sumir vita eflaust er Joseph sonur Arnold og fyrrverandi ráðskonu hans, Mildred Baena.

 

 

SHARE